Enski boltinn

Kepa sér eftir því að hafa óhlýðnast Sarri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kepa hafði engan áhuga að fara út af í úrslitaleik deildabikarsins á síðasta tímabili.
Kepa hafði engan áhuga að fara út af í úrslitaleik deildabikarsins á síðasta tímabili. vísir/getty
Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, sér eftir því að hafa neitað að fara af velli í úrslitaleik deildabikarsins gegn Manchester City á síðasta tímabili.Maurizio Sarri, þáverandi knattspyrnustjóri Chelsea, ætlaði að taka Kepa af velli undir lok framlengingarinnar. En Spánverjinn hlýddi ekki og þvertók fyrir að fara af velli. Sarri varð æfur og ætlaði að rjúka til búningsherbergja.„Ég er ekki stoltur af þessu. Mikið gekk á,“ sagði Kepa. „Ég hafði aldrei verið í svona stöðu áður og þetta gerðist mjög hratt.“Chelsea sektaði Kepa og hann var ekki í byrjunarliðinu í næsta leik eftir úrslitaleikinn sem City vann í vítaspyrnukeppni.„Þetta var óþægileg staða en við leystum hana vel. Svo enduðum við tímabilið frábærlega,“ sagði Kepa sem er dýrasti markvörður allra tíma. Chelsea keypti hann á 72 milljónir punda frá Athletic Bilbao fyrir rúmu ári.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Chelsea sektaði Kepa

Chelsea hefur sektað markvörðinn Kepa Arrizabalaga um vikulaun vegna hegðunar hans undir lok úrslitaleiks deildarbikarsins um síðustu helgi.

Sarri segist ekki vilja drepa Kepa

Það er líklega ekkert sérstaklega hlýtt á milli Maurizio Sarri, stjóra Chelsea, og markvarðar félagsins, Kepa Arrizabalaga, eftir að markvörðurinn neitaði af fara af velli í úrslitaleik deildabikarsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.