Enski boltinn

Kepa neitaði að fara af velli og Sarri brjálaðist

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sarri á hliðarlínunni í dag.
Sarri á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Það gerðist athyglisvert atvik í dag undir lok úrslitaleik deildarbikarsins þar sem Manchester City hafði betur gegn Chelsea í vítaspyrnukeppni á Wembley.

Kepa, markvörður Chelsea, meiddist undir lok framlengarinnar og það virtist sem svo að hann þurfti að fara útaf. Hann neitaði hins vegar að yfirgefa völlinn og vildi halda áfram leik.

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, var klár á hliðarlínunni með Willy Caballero, varamarkverði, og hann var klár í að koma inn á. Kepa neitaði hins vegar að fara af velli og það líkaði Sarri ekki.







Eins og segir í Twitti David James hér að ofan þá ræður leikmanninn hvort að hann fari útaf eða ekki. Dómarinn geti þó spjaldað leikmanninn fyrir óíþróttamannslega hegðun og spurning hvort að Kepa hafi átt að fá gult spjald fyrir hegðun sína í dag.

Kepa neitaði að koma útaf og Sarri hótaði þess að ganga inn til búningsherbergja rétt fyrir vítaspyrnukeppni. Það endaði þó með því að Sarri horfði á vítaspyrnukeppnina þar sem Kepa varði eitt víti í tapi Chelsea.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framgangi mála í vikunni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×