Enski boltinn

Messan: Myndi spila Hazard í markinu frekar en Kepa

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
"Nei, ég ætla ekki út af“
"Nei, ég ætla ekki út af“ vísir/getty
Það kom upp vægast sagt óvenjulegt atvik í úrslitaleik enska deildarbikarsins í gær þegar Kepa Arrizabalaga neitaði að fara út af.

Kepa fékk krampa undir lok leiksins og Maurizio Sarri ætlaði að setja varamarkmanninn Willy Caballero inn á en Kepa tók það ekki í mál.

Þetta atvik var rætt í Messunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

„Þarna hefur Sarri ætlað að slá tvær flugur í einu höggi. Bæði er Willy miklu betri vítabani, hann hefur bara sannað það í gegnum tíðina, og hann er meiddur,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson.

„Að hann láti Kepa komast upp með þetta, það finnst mér ótrúlegt,“ sagði Ríkharður Daðason. „Mér finnst hann sjálfur bjóða upp á farsann.“

Það hefur mikið verið rætt í gærkvöldi og morgun að Kepa hafi niðurlægt félagið og hver næstu skref verða.

„Ef ég væri framkvæmdarstjórinn hjá Chelsea, ég myndi ekki spila honum í mínútu það sem eftir væri tímabils,“ sagði Gunnleifur.

„Mér er alveg sama þótt ég þyrfti að spila Hazard í markinu, ég myndi aldrei spila Kepa aftur.“

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.



Klippa: Messan: Kepa neitar að koma út af



Fleiri fréttir

Sjá meira


×