Enski boltinn

Kepa: Ætlaði ekki að sýna stjóranum óvirðingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kepa varði eina vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni í lok leiks
Kepa varði eina vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni í lok leiks vísir/getty
Kepa Arrizabalaga segir hann alls ekki hafa ætlað að sýna Maurizio Sarri neina óvirðingu með því að neita að fara út af í lok leiks Chelsea og Manhcester City í gær.

City vann úrslitaleik deildarbikarsins eftir vítaspyrnukeppni. Helstu fyrirsagnirnar eftir leikinn snérust þó um Kepa og óvenjulegt atvik sem gerðist undir lok leiksins þegar markmaðurinn neitaði að fara af villi.

„Ég veit að þetta lítur illa utan að frá séð en ég er búinn að tala við stjórann og þetta var allt misskilningur,“ sagði Kepa við heimasíðu Chelsea.

„Það var alls ekki ætlun mín að fara gegn óskum stjórans.“

„Við höfum talað um þetta, hann hélt ég hefði meiðst en það var í lagi með mig. Það var mikið að gerast á þessu augnabliki.“

„Þegar læknateymið snéri aftur á bekkinn þá leystist úr þessu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×