Enski boltinn

Chelsea sektaði Kepa

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kepa varði eina vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni í lok leiks
Kepa varði eina vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni í lok leiks vísir/getty
Chelsea hefur sektað markvörðinn Kepa Arrizabalaga um vikulaun vegna hegðunar hans undir lok úrslitaleiks deildarbikarsins um síðustu helgi.

Eins og frægt er orðið neitaði Spánverjinn að fara út af og varð knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri vægast sagt reiður út í leikmanninn sinn fyrir það.

Báðir sögðu eftir leik að um misskiling hafi verið að ræða en Arrizabalaga hefur beðið bæði Sarri og liðsfélagana afsökunar á hegðun sinni.

„Ég hef hugsað mikið um það sem gerðist og þó þetta hafi verið misskilningur þá hagaði ég mér ekki rétt í stöðunni,“ sagði Kepa.

„Ég bað stjórann, Willy, liðsfélagana og félagið afsökunar og ég vil líka biðja stuðningsmennina afsökunar.“

Vikulaun Kepa munu renna til góðgerðarmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×