Erlent

Skamma Facebook og Google fyrir „afskipti“ af kosningum í Rússlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Reuters segir kosningaþátttöku ekki hafa verið góða í Moskvu og segir myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna kjósendur skila af sér nokkrum kjörseðlum.
Reuters segir kosningaþátttöku ekki hafa verið góða í Moskvu og segir myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna kjósendur skila af sér nokkrum kjörseðlum. AP/Dmitri Lovetsky
Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. Kosningar fóru fram í Rússlandi í dag og hafði fyrirtækjunum verið meinað að birta pólitískar auglýsingar í dag og í gær, samkvæmt lögum.Í yfirlýsingu frá stofnunni segir að birting slíkra auglýsinga gæti flokkast sem afskipti af fullveldi Rússlands og af lýðræðislegum kosningum þar í landi, samkvæmt Reuters.Fjölmörgum frambjóðendum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi var meinað að bjóða sig fram í kosningunum og hefur það leitt til umfangsmikilla og langra mótmæla í Moskvu.Yfirvöld Rússlands hafa haft afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og víðar. Meðal annars með því að beita her nettrölla sem vinna við það að ýta undir deilur og dreifa falsfréttum og áróðri. Meðal annars á samfélagsmiðlum eins og Facebook.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgReuters segir kosningaþátttöku ekki hafa verið góða í Moskvu og segir myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna kjósendur skila af sér nokkrum kjörseðlum.Ljóst er að Sameinað Rússland, flokkur Vladimir Pútín, forseta Rússlands, er mjög óvinsæll meðal kjósenda um þessar mundir. Stóran hluta þeirrar óánægju má rekja til viðleitni flokksins til að hækka eftirlaunaaldur í Rússlandi. Óánægjan hefur leitt til þess að nokkrir meðlimir flokksins í Moskvu buðu sig fram sem óháðir.

 


Tengdar fréttir

Navalny sleppt úr haldi

Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.