Reyna að svipta stjórnarandstæðinga forræði yfir syni sínum Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2019 18:44 Fjöldi manns hefur verið handtekinn á mótmælum í Moskvu undanfarnar tvær helgar. Yfirvöld veittu ekki leyfi fyrir þeim. Vísir/EPA Rússneskir saksóknarar krefjast þess nú að par verði svipt forræði yfir eins árs gömlum syni sínum vegna þess að þau voru viðstödd mótmæli sem yfirvöld gáfu ekki leyfi fyrir. Saka þeir fólkið um að hafa stefnt barninu í hættu með því að láta vin þeirra halda á því. Dmitrí og Olga Prokazov segjast aðeins hafa átt leið hjá mótmælum stjórnarandstæðinga fyrir frjálsum kosningum í Moskvu 27. júlí. Þau hafi haft samúð með málstað mótmælendanna sem krefjast þess að frambjóðendum stjórnarandstöðunnar verði leyft að bjóða sig fram til borgastjórnar í haust. Á annað þúsund manns voru handteknir á mótmælunum. Prokazov-hjónin segja að þau hafi á einhverjum tímapunkti leyft frænda Olgu að halda á dregnum þeirra. Það telja saksóknararnir tilefni til að svipta þau forræði yfir drengnum. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC halda þeir því fram að lífi og öryggi drengsins hafi verið stefnt í voða. Foreldrarnir hafi „hagnýtt“ sér son sinn og misnotað réttindi sín sem foreldrar. „Það hvarflaði ekki einu sinni að mér að við værum að gera nokkuð sem kæmist nálægt því að vera rangt,“ segir Dmitrí. Saksóknararnir segja að rannsókn standi yfir á fleiri foreldrum sem tóku börn sín með á mótmæli síðustu tveggja helga. Umboðsmaður barna í Moskvu segir óásættanlegt að saksóknarar noti börn til að kúga fólk í pólitísku samhengi. Mikaíl Fedotov, formaður mannréttindaráðs Rússlands, segir ennfremur að fordæmið sem sett yrði með málinu gegn Prokazov-hjónunum gæti reynst höfuðverkur fyrir foreldra sem láta barnapíur, afa og ömmur eða aðra gæta barna sinna. Rússland Tengdar fréttir Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira
Rússneskir saksóknarar krefjast þess nú að par verði svipt forræði yfir eins árs gömlum syni sínum vegna þess að þau voru viðstödd mótmæli sem yfirvöld gáfu ekki leyfi fyrir. Saka þeir fólkið um að hafa stefnt barninu í hættu með því að láta vin þeirra halda á því. Dmitrí og Olga Prokazov segjast aðeins hafa átt leið hjá mótmælum stjórnarandstæðinga fyrir frjálsum kosningum í Moskvu 27. júlí. Þau hafi haft samúð með málstað mótmælendanna sem krefjast þess að frambjóðendum stjórnarandstöðunnar verði leyft að bjóða sig fram til borgastjórnar í haust. Á annað þúsund manns voru handteknir á mótmælunum. Prokazov-hjónin segja að þau hafi á einhverjum tímapunkti leyft frænda Olgu að halda á dregnum þeirra. Það telja saksóknararnir tilefni til að svipta þau forræði yfir drengnum. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC halda þeir því fram að lífi og öryggi drengsins hafi verið stefnt í voða. Foreldrarnir hafi „hagnýtt“ sér son sinn og misnotað réttindi sín sem foreldrar. „Það hvarflaði ekki einu sinni að mér að við værum að gera nokkuð sem kæmist nálægt því að vera rangt,“ segir Dmitrí. Saksóknararnir segja að rannsókn standi yfir á fleiri foreldrum sem tóku börn sín með á mótmæli síðustu tveggja helga. Umboðsmaður barna í Moskvu segir óásættanlegt að saksóknarar noti börn til að kúga fólk í pólitísku samhengi. Mikaíl Fedotov, formaður mannréttindaráðs Rússlands, segir ennfremur að fordæmið sem sett yrði með málinu gegn Prokazov-hjónunum gæti reynst höfuðverkur fyrir foreldra sem láta barnapíur, afa og ömmur eða aðra gæta barna sinna.
Rússland Tengdar fréttir Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira
Meira en þúsund handteknir í Moskvu Lögreglan í Moskvu hefur handtekið meira en þúsund manns sem söfnuðust saman á fjöldafundi til að mótmæla framgöngu stjórnvalda þar í landi. 27. júlí 2019 23:23
Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21
Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51