Erlent

Navalny sleppt úr haldi

Andri Eysteinsson skrifar
Navalny fyrir dómi í mánuðinum.
Navalny fyrir dómi í mánuðinum. Getty/Bloomberg
Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. Reuters greinir frá.

Á meðan á fangelsisvist Navalny stóð fékk hann alvarlegt ofnæmiskast. Grunur lék á að kastið hafi geta verið vegna eitrunar af völduð óþekkts efnis. 

Navalny nýtti nýfengið frelsi sitt til þess að fara með yfirlýsingu, í henni sagðist hann telja að andstaðan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, og ríkisstjórn hans muni færast í aukana á næstu mánuðum.

„Nú sjáum við að lygar og svik duga þeim ekki. Það er ekki nóg að banna frambjóðanda að bjóða sig fram. Þeir vilja handtaka tugi og beita hundruði ofbbeldi. Það er enginn stuðningur við þessa stjórn. Hún finnur það og hún er hrædd,“ sagði Navalny.


Tengdar fréttir

Heilsa Navalní sögð ásættanleg

Bráð veikindi leiðtoga stjórnarandstöðunnar í fangelsi hafa vakið athygli enda þekkt að gagnrýnendur stjórnvalda í Kreml séu myrtir eða beittir ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×