Íslenski boltinn

Sjáðu fyrstu þrennu tímabilsins í Pepsi Max-deild karla og mörkin sem fóru langleiðina með að fella Grindavík

Anton Ingi Leifsson skrifar
FH er í góðri stöðu hvað varðar Evrópusæti varðar eftir góðan sigur á Stjörnunni í kvöld og KA fór langleiðina með að fella Grindavík.

Morten Beck Andersen skoraði öll mörkin í 3-1 sigri FH á Stjörnunni er liðin mættust í Garðabænum. Þorsteinn Már Ragnarsson kom Stjörnunni yfir í fyrri hálfleik en öll mörk Danans komu í síðari hálfleik.

FH er í 3. sætinu með 31 stig eftir sigurinn en Stjarnan er sæti neðar með 28 stig er bæði lið eiga eftir að leika þrjá leiki. Mörkin úr leiknum má sjá neðst í fréttinni.

KA komst í góða stöðu í fallbaráttunni með 2-0 sigri á Grindavík í kvöld. Elfar Árni Aðalsteinsson kom KA yfir úr vítaspyrnu en skömmu áður hafði hann brennt annarri vítaspyrnu.

Mark Elfars kom á 91. mínútu og annað mark KA á þeirri 94., en það gerði Nökkvi Þeyr Þórisson.

KA er nú í 9. sætinu með 24 stig og er sex stigum á undan Grindavík sem er í fall sæti, ellefta sætinu. Grindavík er fjórum stigum á eftir Víkingi sem er í tíunda sætinu en Víkingur á þó leik til til góða.

Mörkin úr Grindavík má sjá hér að ofan.



Klippa: Stjarnan - FH 1-3

Tengdar fréttir

Gunnar: Einfaldlega ekki búnir að vera nógu góðir

„Það þarf engan stjarneðlisfræðing til að sjá að staðan er ansi svört. Það þarf algjört kraftaverk til að bjarga okkur,“ sagði Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur eftir tap gegn KA í Pepsi Max-deildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×