Enski boltinn

Gylfi og félagar hafa skellt í lás á Goodison: Fengu síðast á sig mark í febrúar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jordan Pickford og Andre Gomes hressir í leikslok.
Jordan Pickford og Andre Gomes hressir í leikslok. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton hafa heldur betur skellt í lás á heimavelli í síðustu sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Everton vann 1-0 sigur á Watford um Belgian en markið kom snemma leiks. Eftir langa sendingu Lucas Digne fram völlinn fékk Bernard boltann og kom boltanum í netið.

Eftir það stóðust leikmenn Everton öll áhlaup Watford og lokatölur 1-0 en þetta var fimmti sigur Everton á heimavelli í síðustu sex leikjum. Í öllum sex leikjunum hefur Everton haldið hreinu.

Heimavallar-múrinn hófst með jafntefli gegn grönnunum í Liverpool 3. mars og í kjölfarið fylgdu sigrar gegn Chelsea, Arsenal og Manchester United.

Í síðasta heimaleik tímabilsins vann Everton svo 1-0 sigur í Íslendingaslag gegn Burnley og þeir byrjuðu svo tímabilið, eins og áður segir, á 1-0 sigri á Watford.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.