Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Dómarinn á að sjá í gegnum þetta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þorvaldur dómari var frábærlega staðsettur.
Þorvaldur dómari var frábærlega staðsettur.
HK fékk víti í Grindavík í síðasta leik og ekki voru allir á eitt sáttir um hvort það hefði verið réttur dómur hjá Þorvaldi Árnasyni.

„Fyrst þegar ég sá þetta fannst mér þetta ekki vera víti. Þorvaldur stendur nálægt og sér þetta. Við höfum skoðað þetta oft og frá mörgum sjónarhornum,“ sagði Þorvaldur Örlygsson í Pepsi Max-mörkunum en það var bakvörðurinn Birkir Valur Jónsson sem féll eftir að hafa mætt Josip Zeba í teignum.

„Að hafa horft á þetta frá mörgum sjónarhornum er erfitt að segja já eða nei. Það fer eftir því hvaða sjónarhorni maður horfir á atvikið hvað manni finnst. Við verðum að treysta Þorvaldi sem var nálægt þessu.“

Logi Ólafsson sagði að þetta liti út fyrir sér eins og Zeba væri að forðast það eins og heitan eldinn að fara ekki í Birki.

„Birkir nær að skilja fótinn þarna eftir og það finnst mér að dómarinn eigi að sjá í gegnum,“ sagði Logi.

Sjá má atvikið hér að neðan.



Klippa: Pepsi Max-mörkin: Átti HK að fá víti í Grindavík?

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×