Íslenski boltinn

Elfar Freyr í þriggja leikja bikarbann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elfar Freyr missir af næstu þremur bikarleikjum síns liðs.
Elfar Freyr missir af næstu þremur bikarleikjum síns liðs. vísir/bára

Elfar Freyr Helgason, leikmaður Breiðabliks, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Bannið gildir bara í bikarkeppni KSÍ.

Elfar fékk rautt spjald fyrir ljótt brot á Ágústi Eðvaldi Hlynssyni í leik Breiðabliks og Víkings R. í undanúrslitum Mjólkurbikars karla á fimmtudaginn sem Víkingar unnu, 3-1. Elfar tók svo rauða spjaldið af Þorvaldi Árnasyni, dómara leiksins, og kastaði því á grasið.Fyrir það fékk hann tvo aukaleiki í bann líkt og Kassim Doumbia, þáverandi leikmaður FH, fékk þegar hann sló rauða spjaldið úr hendi Þorvaldar í leik gegn Breiðabliki í Pepsi-deildinni fyrir fimm árum.

Sex leikmenn úr Pepsi Max-deild karla voru úskurðaðir í eins leiks bann: Morten Beck Andersen (FH), Hallur Flosason (ÍA), Hlynur Sævar Jónsson (ÍA), Kennie Chopart (KR), Bjarni Ólafur Eiríksson (Val), Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingi).

Þá var Caroline Van Slambrouck, leikmaður ÍBV, úrskurðuð í eins leiks bann í Pepsi Max-deild kvenna og Grace Rapp, leikmaður Selfoss, er komin í eins leiks bikarbann.


Tengdar fréttir

Elfar á í hættu að missa af bikarsumrinu 2020

Elfar Freyr Helgason gæti misst af allri bikarkeppninni á næsta ári fari svo að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmi hann í nokkurra leikja bann fyrir hegðun sína í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.