Enski boltinn

Leeds aftur á toppinn | Fulham burstaði Jón Daða og félaga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eddie Nketiah var aðeins fjórar mínútur að skora í fyrsta deildarleiknum með Leeds.
Eddie Nketiah var aðeins fjórar mínútur að skora í fyrsta deildarleiknum með Leeds. vísir/getty

Leeds United komst aftur á topp ensku B-deildarinnar með 1-0 sigri á Brentford í kvöld. Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Brenford.

Eddie Nketiah, lánsmaður frá Arsenal, skoraði eina mark leiksins á 81. mínútu, fjórum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta deildarleik fyrir Leeds.

Leeds er með tíu stig, líkt og Swansea City sem vann 1-3 útisigur á QPR.

Jón Daði Böðvarsson sat allan tímann á varamannabekk Millwall sem steinlá fyrir Fulham, 4-0, á Craven Cottage. Ivan Cavaliero skoraði tvö mörk fyrir Fulham og Anthony Knockaert og Aleksandar Mitrovic sitt markið hvor.

Fulham, sem hefur unnið þrjá leiki í röð, er í 3. sæti deildarinnar með níu stig.

Bið Huddersfield Town eftir sigri lengist enn því í kvöld tapaði liðið fyrir Cardiff City, 2-1. Þetta var fyrsti leikur Huddersfield eftir að Jan Siewert var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra liðsins.

Huddersfield hefur ekki unnið leik síðan 26. febrúar. Liðið er í 23. og næstneðsta sæti deildarinnar. Stoke City, sem tapaði 3-1 fyrir Preston, er í neðsta sætinu.

West Brom er enn ósigrað eftir að Kenneth Zohore jafnaði í 1-1 á síðustu stundu gegn Reading. Charlton Athletic og Nottingham Forest gerðu einnig 1-1 jafntefli.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.