Enski boltinn

Siewert rekinn frá Huddersfield eftir aðeins einn sigur í 19 leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Siewert stýrði Huddersfield í síðasta sinn í kvöld.
Siewert stýrði Huddersfield í síðasta sinn í kvöld. vísir/getty

Huddersfield Town hefur sagt knattspyrnustjóranum Jan Siewert upp störfum.


Huddersfield tapaði 1-2 fyrir Fulham á heimavelli í 3. umferð ensku B-deildarinnar í kvöld. Það reyndist banabiti Siewerts.

Þjóðverjinn tók við Huddersfield í janúar en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli úr ensku úrvalsdeildinni.

Huddersfield hefur aðeins fengið eitt stig af níu mögulegum í B-deildinni á tímabilinu og féll úr leik í deildabikarnum fyrir C-deildarliði Lincoln City.

Siewert stýrði Huddersfield í 19 leikjum. Aðeins einn þeirra vannst, þrír enduðu með jafntefli og 15 töpuðust.

Eini sigur Huddersfield undir stjórn Siewerts kom gegn Wolves 26. febrúar. Síðan þá eru liðnar tæpir sex mánuðir.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.