„Myndi ekki líka vel við hann þótt hann myndi bjóða mér fimm milljarða dollara“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. ágúst 2019 11:00 Nasri og Frimpong í orðaskaki eftir bikarleikinn umtalaða. vísir/getty Hinn skrautlegi fyrrum miðjumaður Arsenal, Emmanuel Frimpong, segir að hann og Samir Nasri hafi aldrei átt samleið hjá félaginu eftir atvik sem átti sér stað í deildarleik gegn Liverpool árið 2011. Arsenal tapaði leiknum en þetta var einungis annar leikur Frimpong fyrir Arsenal. Hann fékk rauða spjaldið á 70. mínútu en þá var staðan markalaus. Lokatölur urðu 2-0 sigur Liverpool. Eftir leikinn gerðist atvik í búningsherbergi Arsenal sem átti eftir að draga heldur betur dilk á eftir sér. „Það þurfti enginn að segja mér að það sem gerðist var heimskulegt. Eftir leikinn komu allir inn í búningsherbergið og Wenger var hljóður. Svo stóð Nasri upp fyrir framan alla og sagði að tapið hefði verið mér að kenna.“ „Ég get skilið það en ég hugsaði afhverju myndi einhver, sérstaklega þegar ég er að spila minn annan leik, gera svona við ungan leikmann á þessu augnabliki?“'Even if he gives me five billion dollars, I will still not like him' Emmanuel Frimpong reveals his disdain for Samir Nasri and the full story behind his bust-ups with former Arsenal team-matehttps://t.co/qSp5t004Oo — MailOnline Sport (@MailSport) August 21, 2019Fjörinu milli þeirra var ekki lokið. Þegar Nasri gekk í raðir Manchester City nokkrum mánuðum eftir tapið gegn Liverpool óskaði Jack Wilshere Frakkanum góðs gengis á Twitter. Frimpong og Wilshere voru þá samherjar hjá Arsenal og hann svaraði tísti Wilshere: „Pfff, láttu ekki svona Jack.“ Það fór ekki vel í Nasri sem hringdi í Alex Song, leikmann Arsenal, á þeim tímapunkti og bað hann um að fá að tala við Frimpong eftir eina æfingu Arsenal. „Ég tók símann af Alex og þetta var Nasri að hóta mér. Hann sagði að þegar hann sæi mig þá myndi hitt og þetta gerast. Ég sagði við hann að ég væri ekki hræddur við hann. Ef við vildum leysa þetta eins og menn, þá myndum við gerum það.“ „Ég sagði við hann að mér líkaði ekki vel við hann, ég virti hann ekki og ég myndi aldrei virða hann sem atvinnumann,“ sagði grjótharður Frimpong.Það var rosalegur hiti í deildarbikarleiknum milli Frimpong og Nasri.vísir/gettyStríð þeirra náði hæstum hæðum er Arsenal mætti Manchester City í deildarbikarnum árið 2011. Frimpong og Nasri spiluðu báðir þann leik og þar sauð allt upp úr. „Á meðan leiknum stóð sagði hann að hann gæti keypt mig. Svo heimskur er þessi gaur. Hann gat það líklega því þá átti hann milljónir en þetta er enginn virðing.“ „Þetta er það sem gerðist. Hann lagði mig í einelti. Hann vissi ekki hvernig átti að taka ábyrgðinni sem aðalleikmaður og hjálpa ungum leikmönnum. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir eldri leikmönnunum.“ „Þú getur spurt Aaron Ramsey og Jack Wilshere. Ég bar alltaf virðingu fyrir þeim en sannleikurinn er sá að mér líkaði aldrei við Nasri og mér mun aldrei líka vel við hann. Þótt að hann gefi mér fimm milljarða dollara mun mér ekki líka vel við hann,“ sagði Frimpong að lokum. Frimpong er nú án félags einungis 27 ára gamall en hann lék síðast með Ermis Aradippou á Kýpur. Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Hinn skrautlegi fyrrum miðjumaður Arsenal, Emmanuel Frimpong, segir að hann og Samir Nasri hafi aldrei átt samleið hjá félaginu eftir atvik sem átti sér stað í deildarleik gegn Liverpool árið 2011. Arsenal tapaði leiknum en þetta var einungis annar leikur Frimpong fyrir Arsenal. Hann fékk rauða spjaldið á 70. mínútu en þá var staðan markalaus. Lokatölur urðu 2-0 sigur Liverpool. Eftir leikinn gerðist atvik í búningsherbergi Arsenal sem átti eftir að draga heldur betur dilk á eftir sér. „Það þurfti enginn að segja mér að það sem gerðist var heimskulegt. Eftir leikinn komu allir inn í búningsherbergið og Wenger var hljóður. Svo stóð Nasri upp fyrir framan alla og sagði að tapið hefði verið mér að kenna.“ „Ég get skilið það en ég hugsaði afhverju myndi einhver, sérstaklega þegar ég er að spila minn annan leik, gera svona við ungan leikmann á þessu augnabliki?“'Even if he gives me five billion dollars, I will still not like him' Emmanuel Frimpong reveals his disdain for Samir Nasri and the full story behind his bust-ups with former Arsenal team-matehttps://t.co/qSp5t004Oo — MailOnline Sport (@MailSport) August 21, 2019Fjörinu milli þeirra var ekki lokið. Þegar Nasri gekk í raðir Manchester City nokkrum mánuðum eftir tapið gegn Liverpool óskaði Jack Wilshere Frakkanum góðs gengis á Twitter. Frimpong og Wilshere voru þá samherjar hjá Arsenal og hann svaraði tísti Wilshere: „Pfff, láttu ekki svona Jack.“ Það fór ekki vel í Nasri sem hringdi í Alex Song, leikmann Arsenal, á þeim tímapunkti og bað hann um að fá að tala við Frimpong eftir eina æfingu Arsenal. „Ég tók símann af Alex og þetta var Nasri að hóta mér. Hann sagði að þegar hann sæi mig þá myndi hitt og þetta gerast. Ég sagði við hann að ég væri ekki hræddur við hann. Ef við vildum leysa þetta eins og menn, þá myndum við gerum það.“ „Ég sagði við hann að mér líkaði ekki vel við hann, ég virti hann ekki og ég myndi aldrei virða hann sem atvinnumann,“ sagði grjótharður Frimpong.Það var rosalegur hiti í deildarbikarleiknum milli Frimpong og Nasri.vísir/gettyStríð þeirra náði hæstum hæðum er Arsenal mætti Manchester City í deildarbikarnum árið 2011. Frimpong og Nasri spiluðu báðir þann leik og þar sauð allt upp úr. „Á meðan leiknum stóð sagði hann að hann gæti keypt mig. Svo heimskur er þessi gaur. Hann gat það líklega því þá átti hann milljónir en þetta er enginn virðing.“ „Þetta er það sem gerðist. Hann lagði mig í einelti. Hann vissi ekki hvernig átti að taka ábyrgðinni sem aðalleikmaður og hjálpa ungum leikmönnum. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir eldri leikmönnunum.“ „Þú getur spurt Aaron Ramsey og Jack Wilshere. Ég bar alltaf virðingu fyrir þeim en sannleikurinn er sá að mér líkaði aldrei við Nasri og mér mun aldrei líka vel við hann. Þótt að hann gefi mér fimm milljarða dollara mun mér ekki líka vel við hann,“ sagði Frimpong að lokum. Frimpong er nú án félags einungis 27 ára gamall en hann lék síðast með Ermis Aradippou á Kýpur.
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira