Stór samningur Japans og Bandaríkjanna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. ágúst 2019 08:30 Trump og Abe leystu vandamál heima fyrir með stórum samningi. Nordicphotos/Getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilkynntu um stóran viðskiptasamning á fundi G7-ríkjanna sem fram fer í Biarritz í Frakklandi. Nánari útfærsla á samningnum verður gerð í New York í september. Samkvæmt samningnum munu Japanir kaupa mikið af maís frá Bandaríkjunum. Síðan viðskiptastríð hófst við Kína hafa bandarískir maísframleiðendur átt erfitt með að koma vörum sínum á markað. „Þetta eru margir milljarðar Bandaríkjadollara. Frábært fyrir bændur,“ sagði Trump á blaðamannafundi hans og Abe. Abe sagði að það yrði ekki japanska ríkið sjálft sem keypti afurðirnar heldur fyrirtæki í einkageiranum. Losað verður um tolla og innflutningshöft. Maís er ekki eina varan sem samningurinn mun ná yfir heldur einnig hveiti, mjólkurvörur, nautakjöt, svínakjöt og fleira. Í dag flytja Japanir inn landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum fyrir um 14 milljarða dollara, sem samsvarar 1.700 milljörðum íslenskra króna. Með samningnum opnast fyrir 7 milljarða dollara til viðbótar. Er þetta kærkomið fyrir Japani sem hafa misst mikið af eigin landbúnaðarafurðum vegna skordýrafaraldurs undanfarið. Samningurinn markar nokkur tímamót í samskiptum þjóðanna því þau hafa verið fremur stirð í tíð Trumps hvað viðskipti varðar. Þó að Trump og Abe hafi þurft að brjóta odd af oflæti sínu kemur samningurinn þeim báðum vel, bæði efnahagslega og stjórnmálalega. Ýmis önnur tíðindi hafa orðið á fundinum og einna markverðust var fyrirvaralaus koma íranska utanríkisráðherrans, Mohammad Javad Zarif. Fundaði hann með Macron Frakklandsforseta og Le Drian utanríkisráðherra um spennuna vegna kjarnorkuáætlunar Írans. Þá bar Trump upp þá tillögu að hleypa Rússum aftur inn í hópinn og sagði að Pútín ætti að koma að umræðum um stöðuna í Íran, Norður-Kóreu og Sýrlandi. Voru hinir leiðtogarnir sex allir mótfallnir þeirri tillögu en Rússum var vikið úr hópnum eftir að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Skógareldarnir í Amason-frumskóginum hafa verið ræddir og hvöttu bæði Macron og Angela Merkel Þýskalandskanslari til þess að þau mál yrðu tekin föstum tökum. Samkvæmt heimildum mun samkomulag hafa náðst milli ríkjanna og var Macron falið að vinna að því að komast að þörfum Brasilíu og annarra Amason-ríkja vegna eldanna. „Án þess að troða á fullveldi þessara landa, verðum við að hafa það að markmiði að rækta upp skóginn að nýju og aðstoða hvert land fyrir sig efnahagslega,“ sagði Macron. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Japan Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Íran mætti óvænt til fundar G7 ríkjanna Utanríkisráðherra Íran, Mohammad Javad Zarif, heiðraði leiðtoga G7 ríkjanna með nærveru sinni í óvæntri heimsókn til franska bæjarins Biarritz hvar leiðtogarnir eru saman komnir til þess að ráða sínum ráðum. 25. ágúst 2019 17:53 Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. 25. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilkynntu um stóran viðskiptasamning á fundi G7-ríkjanna sem fram fer í Biarritz í Frakklandi. Nánari útfærsla á samningnum verður gerð í New York í september. Samkvæmt samningnum munu Japanir kaupa mikið af maís frá Bandaríkjunum. Síðan viðskiptastríð hófst við Kína hafa bandarískir maísframleiðendur átt erfitt með að koma vörum sínum á markað. „Þetta eru margir milljarðar Bandaríkjadollara. Frábært fyrir bændur,“ sagði Trump á blaðamannafundi hans og Abe. Abe sagði að það yrði ekki japanska ríkið sjálft sem keypti afurðirnar heldur fyrirtæki í einkageiranum. Losað verður um tolla og innflutningshöft. Maís er ekki eina varan sem samningurinn mun ná yfir heldur einnig hveiti, mjólkurvörur, nautakjöt, svínakjöt og fleira. Í dag flytja Japanir inn landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum fyrir um 14 milljarða dollara, sem samsvarar 1.700 milljörðum íslenskra króna. Með samningnum opnast fyrir 7 milljarða dollara til viðbótar. Er þetta kærkomið fyrir Japani sem hafa misst mikið af eigin landbúnaðarafurðum vegna skordýrafaraldurs undanfarið. Samningurinn markar nokkur tímamót í samskiptum þjóðanna því þau hafa verið fremur stirð í tíð Trumps hvað viðskipti varðar. Þó að Trump og Abe hafi þurft að brjóta odd af oflæti sínu kemur samningurinn þeim báðum vel, bæði efnahagslega og stjórnmálalega. Ýmis önnur tíðindi hafa orðið á fundinum og einna markverðust var fyrirvaralaus koma íranska utanríkisráðherrans, Mohammad Javad Zarif. Fundaði hann með Macron Frakklandsforseta og Le Drian utanríkisráðherra um spennuna vegna kjarnorkuáætlunar Írans. Þá bar Trump upp þá tillögu að hleypa Rússum aftur inn í hópinn og sagði að Pútín ætti að koma að umræðum um stöðuna í Íran, Norður-Kóreu og Sýrlandi. Voru hinir leiðtogarnir sex allir mótfallnir þeirri tillögu en Rússum var vikið úr hópnum eftir að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Skógareldarnir í Amason-frumskóginum hafa verið ræddir og hvöttu bæði Macron og Angela Merkel Þýskalandskanslari til þess að þau mál yrðu tekin föstum tökum. Samkvæmt heimildum mun samkomulag hafa náðst milli ríkjanna og var Macron falið að vinna að því að komast að þörfum Brasilíu og annarra Amason-ríkja vegna eldanna. „Án þess að troða á fullveldi þessara landa, verðum við að hafa það að markmiði að rækta upp skóginn að nýju og aðstoða hvert land fyrir sig efnahagslega,“ sagði Macron.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Japan Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Íran mætti óvænt til fundar G7 ríkjanna Utanríkisráðherra Íran, Mohammad Javad Zarif, heiðraði leiðtoga G7 ríkjanna með nærveru sinni í óvæntri heimsókn til franska bæjarins Biarritz hvar leiðtogarnir eru saman komnir til þess að ráða sínum ráðum. 25. ágúst 2019 17:53 Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. 25. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Utanríkisráðherra Íran mætti óvænt til fundar G7 ríkjanna Utanríkisráðherra Íran, Mohammad Javad Zarif, heiðraði leiðtoga G7 ríkjanna með nærveru sinni í óvæntri heimsókn til franska bæjarins Biarritz hvar leiðtogarnir eru saman komnir til þess að ráða sínum ráðum. 25. ágúst 2019 17:53
Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. 25. ágúst 2019 09:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent