Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Andri Eysteinsson skrifar 28. ágúst 2019 09:40 Boris Johnson við komuna á fund G7 ríkjanna. Getty Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí.BBC segir að verði drottningin við bón Johnson og félaga gefist nýrri ríkisstjórn tími til þess að halda stefnuræðu, svokallaða Queen‘s Speech, þar sem áform ríkisstjórnarinnar verða útlistuð. Að sama skapi er talið að frestunin komi í veg fyrir að þingmenn neðri deildar þingsins geti komið í gegnum þingið lögum sem ætlað er að stöðva útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu samningslaust í lok október.Brexit-andstæðingurinn og þingmaður Íhaldsflokks Johnson, Dominic Grieve segir að ákvörðunin sé svívirðileg og gæti orðið til þess að lögð verði fram vantrauststillaga á Boris Johnson og ríkisstjórnina.Samherjar Johnson verja þó ákvörðunina og segja mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að fá að ráða sínum ráðum og skipuleggja næstu skref Bretlands eftir útgönguna úr ESB.Ákvörðunin sögð svívirðileg móðgun við lýðræðið Þing stendur yfirleitt yfir í eitt ár, þangað til að þingfundum er frestað og nýtt þing tekur við, líkt og venjan er á Alþingi. Drottningin frestar þinginu í skamman tíma áður en nýtt þing hefst, að beiðni forsætisráðherra. Núverandi þing hefur staðið látlaust yfir í tvö ár eða allt frá þingkosningunum árið 2017. Ekki eru um að ræða að þingið verði rofið og verður því ekki boðað til nýrra kosninga. Þegar þingfundum hefur verið frestað eru engir þingfundnir haldnir og frumvörp sem ekki hafa komist í gegnum umræður á þinginu falla niður. Andstæðingar Íhaldsflokksins eru vægast sagt ósáttir með ákvörðun forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar.Forsætisráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, segir að dagurinn í dag sé svartur blettur í sögu breska lýðræðisins. Tom Watson í Verkamannaflokknum segir að ákvörðunin sé móðgun við lýðræðið.Stjórnarandstaðan er því sameinuð í andstöðu sinni við ákvörðunina sem hún segir að geti komið í veg fyrir lýðræðislega stjórnarhætti í undanfara Brexit.Heimildir BBC herma þá að fáir ráðherrar og starfsmenn ríkisstjórnarinnar hafi vitað af áformum Johnson og telja því líklegt að eitthvað uppsteyt verði í Íhaldsflokknum á næstu dögum Bretland Brexit Tengdar fréttir Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26 Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45 Farage býður til samstarfs Ef ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi, undir forsæti Boris Johnson, kemur Bretlandi út úr Evrópusambandinu án samnings í október næstkomandi ætlar hinn nýi Brexitflokkur Nigels Farage ekki að bjóða fram í næstu þingkosningum. Þetta sagði Farage við stuðningsmenn í gær. 28. ágúst 2019 07:00 „Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí.BBC segir að verði drottningin við bón Johnson og félaga gefist nýrri ríkisstjórn tími til þess að halda stefnuræðu, svokallaða Queen‘s Speech, þar sem áform ríkisstjórnarinnar verða útlistuð. Að sama skapi er talið að frestunin komi í veg fyrir að þingmenn neðri deildar þingsins geti komið í gegnum þingið lögum sem ætlað er að stöðva útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu samningslaust í lok október.Brexit-andstæðingurinn og þingmaður Íhaldsflokks Johnson, Dominic Grieve segir að ákvörðunin sé svívirðileg og gæti orðið til þess að lögð verði fram vantrauststillaga á Boris Johnson og ríkisstjórnina.Samherjar Johnson verja þó ákvörðunina og segja mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að fá að ráða sínum ráðum og skipuleggja næstu skref Bretlands eftir útgönguna úr ESB.Ákvörðunin sögð svívirðileg móðgun við lýðræðið Þing stendur yfirleitt yfir í eitt ár, þangað til að þingfundum er frestað og nýtt þing tekur við, líkt og venjan er á Alþingi. Drottningin frestar þinginu í skamman tíma áður en nýtt þing hefst, að beiðni forsætisráðherra. Núverandi þing hefur staðið látlaust yfir í tvö ár eða allt frá þingkosningunum árið 2017. Ekki eru um að ræða að þingið verði rofið og verður því ekki boðað til nýrra kosninga. Þegar þingfundum hefur verið frestað eru engir þingfundnir haldnir og frumvörp sem ekki hafa komist í gegnum umræður á þinginu falla niður. Andstæðingar Íhaldsflokksins eru vægast sagt ósáttir með ákvörðun forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar.Forsætisráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, segir að dagurinn í dag sé svartur blettur í sögu breska lýðræðisins. Tom Watson í Verkamannaflokknum segir að ákvörðunin sé móðgun við lýðræðið.Stjórnarandstaðan er því sameinuð í andstöðu sinni við ákvörðunina sem hún segir að geti komið í veg fyrir lýðræðislega stjórnarhætti í undanfara Brexit.Heimildir BBC herma þá að fáir ráðherrar og starfsmenn ríkisstjórnarinnar hafi vitað af áformum Johnson og telja því líklegt að eitthvað uppsteyt verði í Íhaldsflokknum á næstu dögum
Bretland Brexit Tengdar fréttir Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26 Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45 Farage býður til samstarfs Ef ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi, undir forsæti Boris Johnson, kemur Bretlandi út úr Evrópusambandinu án samnings í október næstkomandi ætlar hinn nýi Brexitflokkur Nigels Farage ekki að bjóða fram í næstu þingkosningum. Þetta sagði Farage við stuðningsmenn í gær. 28. ágúst 2019 07:00 „Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Veitti Bretum ráð vegna Brexit í beinni á Sky Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvatti Breta í viðtali á Sky News í morgun til að sækja um tímabundna aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eftir að þeir ganga úr Evrópusambandinu. 28. ágúst 2019 09:26
Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45
Farage býður til samstarfs Ef ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi, undir forsæti Boris Johnson, kemur Bretlandi út úr Evrópusambandinu án samnings í október næstkomandi ætlar hinn nýi Brexitflokkur Nigels Farage ekki að bjóða fram í næstu þingkosningum. Þetta sagði Farage við stuðningsmenn í gær. 28. ágúst 2019 07:00
„Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38