Erlent

Farage býður til samstarfs

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Nigel Farage, leiðtogi Brexitflokksins í Bretlandi.
Nigel Farage, leiðtogi Brexitflokksins í Bretlandi. Nordicphotos/AFP
Ef ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi, undir forsæti Boris Johnson, kemur Bretlandi út úr Evrópusambandinu án samnings í október næstkomandi ætlar hinn nýi Brexitflokkur Nigels Farage ekki að bjóða fram í næstu þingkosningum. Þetta sagði Farage við stuðningsmenn í gær.

Næstu kosningar ættu að fara fram árið 2022. Hins vegar hefur ítrekað verið rætt um að flýta kosningum vegna vandræðagangsins í útgöngumálinu. Sjálfur sagðist Farage telja helmingslíkur á kosningum í haust.

„Við myndum setja landið fram fyrir flokkinn. Við yrðu tilbúin til þess að hjálpa honum [Johnson], vinna með honum ef til vill,“ sagði Farage sem tók þó fram að ef Johnson mistækist að skila Bretum úr Evrópusambandinu myndi Brexitflokkurinn berjast um hvert einasta sæti.

Flokkur Farage bauð fram í fyrsta skipti í Evrópuþingkosningum maímánaðar. Flokkurinn fékk 30,5 prósent atkvæða, mest allra. Íhaldsflokkurinn fékk hins vegar hamfarakosningu, 8,8, prósent en fékk 23,9 í fyrri kosningum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×