Aðskilnaðarsinnar ná yfirráðum á forsetahöllinni í Jemen Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 10:22 Vígamenn aðskilnaðarsinna fagna því að hafa náð hergögnum frá hersveitum forsetans. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Abdullah Homran Aðskilnaðarsinnar í Jemen hafa náð yfirráðum í hafnarborginni Aden eftir margra daga átök við hersveitir stjórnar landsins, sem hlýtur stuðning alþjóðasamfélagsins. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Hersveitirnar berjast fyrir Umbreytingaráð suðursins (STC), sem hlýtur stuðning Sameinuðu arabísku furstadæmanna, og segja að þær hafi náð stjórn á herbúðum og forseta höllinni. Bandalagshersveitirnar sem styðja ríkisstjórnina og studdar eru af Sádum, segir að svarað verði með hernaðaraðgerðum en ríkisstjórnin sjálf segir yfirtöku STC á Aden vera tilraun til valdaráns. Bandalagshersveitir höfðu ýtt á STC að draga hersveitir sínar úr borginni ef ekki ætti að koma til meiri átaka. Talsmenn bandalagshersveita segjast hafa hafið hernaðaraðgerðir gegn „ógn“ við stjórn landsins. Eftir að STC náði yfirráðum á Aden á laugardag samþykktu báðar stríðandi fylkingar að leggja niður vopn en ekki er vitað hvort það vopnahlé gildi enn eftir að bandalagshersveitir greindu frá aðgerðum sínum. Ríkisstjórn Abdrabbuh Mansour Hadi, forseta Jemen, hefur verið staðsett í Aden en hann sjálfur hefur haldið fyrir í höfuðborg Sádi-Arabíu, Riyadh. Einn meðlima hersveita aðskilnaðarsinna sagði í samtali við fréttastofu AFP að hersveitirnar hafi náð tökum á forsetahöllinni á laugardag án átaka. „Hermönnunum tvö hundruð í lífvarðarsveit forsetans var hleypt örugglega út úr höllinni,“ sagði aðskilnaðarhermaðurinn. Vitni staðfesti við AFP að aðskilnaðarsinnar hafi tekið stjórn í höllinni. Einnig hafa aðskilnaðarsinnar náð yfirráðum á heimili innanríkisráðherra og herbúðum hersveita Hadi.„Þetta er búið, [STC] hersveitirnar hafa náð yfirráðum á öllum herbúðunum,“ sagði talsmaður ríkisstjórnar Hadi í samtali við fréttastofu Reuters. Læknar án landamæra lýstu Aden sem vígvelli á laugardag og sögðu sjúkrahúsin ekki geta tekið við fleirum. Þá hafi meira en 119 sjúklingar hlotið aðhlynningu innan 24 klst. á meðan á átökunum stóð. Meira en 70 manns, þar á meðal almennir borgarar, létu lífið, samkvæmt fréttaflutningi AP fréttastofunnar. Jemen Tengdar fréttir Skutu flugskeytum á hersýningu í Aden Tvær mannskæðar árásir á öryggissveitir voru gerða í Aden í dag. 1. ágúst 2019 13:41 Trump beitti neitunarvaldi vegna vopnasölusamnings Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti í gærkvöldi neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að stór vopnasölusamningur til Sádi Arabíu yrði afturkallaður. 25. júlí 2019 08:36 Vígasveitir í Jemen hörfa Uppreisnarherinn í Jemen hefur tilkynnt að byrjað sé að fjarlægja vígasveitir hans frá helstu hafnarstæðum landsins. 11. maí 2019 14:44 Aðeins 0,5% af framlögum til mannúðarmála til barnaverndar Börn á stríðshrjáðum svæðum voru á síðasta ári um 50 milljónir talsins, eða tvöfalt fleiri en árið 1990, og síðustu níu árin hefur þreföldun orðið á tilkynningum um alvarleg brot gegn börnum. 12. júlí 2019 15:45 Mistókst að koma í veg fyrir vopnasölu til Sádi-Arabíu Donald Trump forseti beitti á dögunum neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að hætt yrði við söluna. 30. júlí 2019 08:38 Hækkun framlaga stjórnvalda til UNICEF 160% milli ára Framlög íslenskra stjórnvalda, almennings og fyrirtækja á Íslandi til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hafa aldrei verið hærri en á síðasta ári.Vöxturinn milli ára er 10,2% og hækkun framlaga frá íslenskum stjórnvöldum á milli áranna 2017 og 2018 tæp 160%. 27. júní 2019 10:00 Yfir 7500 börn drepin eða særð í Jemen frá árinu 2013 Í nýrri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna segir að yfir 7500 börn hafi á síðasta fimm og hálfa árinu, látist eða skaðast af sökum loftárása, sprengjuárása, hernaðarátaka eða jarðsprengja í Jemen. 29. júní 2019 22:51 Helmingur íbúa vill úr landi Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic. 28. júní 2019 06:45 Fátækar konur og jaðarsettar njóta minnstra kyn- og frjósemisréttinda Verulegur ávinningur hefur náðst í kyn- og frjósemisréttindum frá árinu 1969 þegar Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) var stofnaður. Þrátt fyrir framfarir á þeirri hálfu öld sem liðin er standa hundruð kvenna í dag frammi fyrir hindrunum. 10. apríl 2019 11:30 Ísland hækkar framlag vegna kynbundins ofbeldis á neyðarsvæðum Ísland lýsti yfir fullum stuðningi í baráttunni gegn kynferðislegu og kynbundu ofbeldi á neyðarsvæðum á áheitaráðstefnu sem haldin var í Ósló í lok síðustu viku. Mikil áhersla er lögð á málaflokkinn í mannúðarstarfi Íslands. 27. maí 2019 13:15 Trump hættir ekki stuðningi við Sáda Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur beitt neitunarvaldi sínu gegn þingsályktun sem samþykkt hafði verið í báðum deildum þingsins og er það í annað sinn sem hann beitir þessu valdi sínu. 17. apríl 2019 08:48 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Aðskilnaðarsinnar í Jemen hafa náð yfirráðum í hafnarborginni Aden eftir margra daga átök við hersveitir stjórnar landsins, sem hlýtur stuðning alþjóðasamfélagsins. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Hersveitirnar berjast fyrir Umbreytingaráð suðursins (STC), sem hlýtur stuðning Sameinuðu arabísku furstadæmanna, og segja að þær hafi náð stjórn á herbúðum og forseta höllinni. Bandalagshersveitirnar sem styðja ríkisstjórnina og studdar eru af Sádum, segir að svarað verði með hernaðaraðgerðum en ríkisstjórnin sjálf segir yfirtöku STC á Aden vera tilraun til valdaráns. Bandalagshersveitir höfðu ýtt á STC að draga hersveitir sínar úr borginni ef ekki ætti að koma til meiri átaka. Talsmenn bandalagshersveita segjast hafa hafið hernaðaraðgerðir gegn „ógn“ við stjórn landsins. Eftir að STC náði yfirráðum á Aden á laugardag samþykktu báðar stríðandi fylkingar að leggja niður vopn en ekki er vitað hvort það vopnahlé gildi enn eftir að bandalagshersveitir greindu frá aðgerðum sínum. Ríkisstjórn Abdrabbuh Mansour Hadi, forseta Jemen, hefur verið staðsett í Aden en hann sjálfur hefur haldið fyrir í höfuðborg Sádi-Arabíu, Riyadh. Einn meðlima hersveita aðskilnaðarsinna sagði í samtali við fréttastofu AFP að hersveitirnar hafi náð tökum á forsetahöllinni á laugardag án átaka. „Hermönnunum tvö hundruð í lífvarðarsveit forsetans var hleypt örugglega út úr höllinni,“ sagði aðskilnaðarhermaðurinn. Vitni staðfesti við AFP að aðskilnaðarsinnar hafi tekið stjórn í höllinni. Einnig hafa aðskilnaðarsinnar náð yfirráðum á heimili innanríkisráðherra og herbúðum hersveita Hadi.„Þetta er búið, [STC] hersveitirnar hafa náð yfirráðum á öllum herbúðunum,“ sagði talsmaður ríkisstjórnar Hadi í samtali við fréttastofu Reuters. Læknar án landamæra lýstu Aden sem vígvelli á laugardag og sögðu sjúkrahúsin ekki geta tekið við fleirum. Þá hafi meira en 119 sjúklingar hlotið aðhlynningu innan 24 klst. á meðan á átökunum stóð. Meira en 70 manns, þar á meðal almennir borgarar, létu lífið, samkvæmt fréttaflutningi AP fréttastofunnar.
Jemen Tengdar fréttir Skutu flugskeytum á hersýningu í Aden Tvær mannskæðar árásir á öryggissveitir voru gerða í Aden í dag. 1. ágúst 2019 13:41 Trump beitti neitunarvaldi vegna vopnasölusamnings Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti í gærkvöldi neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að stór vopnasölusamningur til Sádi Arabíu yrði afturkallaður. 25. júlí 2019 08:36 Vígasveitir í Jemen hörfa Uppreisnarherinn í Jemen hefur tilkynnt að byrjað sé að fjarlægja vígasveitir hans frá helstu hafnarstæðum landsins. 11. maí 2019 14:44 Aðeins 0,5% af framlögum til mannúðarmála til barnaverndar Börn á stríðshrjáðum svæðum voru á síðasta ári um 50 milljónir talsins, eða tvöfalt fleiri en árið 1990, og síðustu níu árin hefur þreföldun orðið á tilkynningum um alvarleg brot gegn börnum. 12. júlí 2019 15:45 Mistókst að koma í veg fyrir vopnasölu til Sádi-Arabíu Donald Trump forseti beitti á dögunum neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að hætt yrði við söluna. 30. júlí 2019 08:38 Hækkun framlaga stjórnvalda til UNICEF 160% milli ára Framlög íslenskra stjórnvalda, almennings og fyrirtækja á Íslandi til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hafa aldrei verið hærri en á síðasta ári.Vöxturinn milli ára er 10,2% og hækkun framlaga frá íslenskum stjórnvöldum á milli áranna 2017 og 2018 tæp 160%. 27. júní 2019 10:00 Yfir 7500 börn drepin eða særð í Jemen frá árinu 2013 Í nýrri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna segir að yfir 7500 börn hafi á síðasta fimm og hálfa árinu, látist eða skaðast af sökum loftárása, sprengjuárása, hernaðarátaka eða jarðsprengja í Jemen. 29. júní 2019 22:51 Helmingur íbúa vill úr landi Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic. 28. júní 2019 06:45 Fátækar konur og jaðarsettar njóta minnstra kyn- og frjósemisréttinda Verulegur ávinningur hefur náðst í kyn- og frjósemisréttindum frá árinu 1969 þegar Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) var stofnaður. Þrátt fyrir framfarir á þeirri hálfu öld sem liðin er standa hundruð kvenna í dag frammi fyrir hindrunum. 10. apríl 2019 11:30 Ísland hækkar framlag vegna kynbundins ofbeldis á neyðarsvæðum Ísland lýsti yfir fullum stuðningi í baráttunni gegn kynferðislegu og kynbundu ofbeldi á neyðarsvæðum á áheitaráðstefnu sem haldin var í Ósló í lok síðustu viku. Mikil áhersla er lögð á málaflokkinn í mannúðarstarfi Íslands. 27. maí 2019 13:15 Trump hættir ekki stuðningi við Sáda Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur beitt neitunarvaldi sínu gegn þingsályktun sem samþykkt hafði verið í báðum deildum þingsins og er það í annað sinn sem hann beitir þessu valdi sínu. 17. apríl 2019 08:48 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Skutu flugskeytum á hersýningu í Aden Tvær mannskæðar árásir á öryggissveitir voru gerða í Aden í dag. 1. ágúst 2019 13:41
Trump beitti neitunarvaldi vegna vopnasölusamnings Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti í gærkvöldi neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að stór vopnasölusamningur til Sádi Arabíu yrði afturkallaður. 25. júlí 2019 08:36
Vígasveitir í Jemen hörfa Uppreisnarherinn í Jemen hefur tilkynnt að byrjað sé að fjarlægja vígasveitir hans frá helstu hafnarstæðum landsins. 11. maí 2019 14:44
Aðeins 0,5% af framlögum til mannúðarmála til barnaverndar Börn á stríðshrjáðum svæðum voru á síðasta ári um 50 milljónir talsins, eða tvöfalt fleiri en árið 1990, og síðustu níu árin hefur þreföldun orðið á tilkynningum um alvarleg brot gegn börnum. 12. júlí 2019 15:45
Mistókst að koma í veg fyrir vopnasölu til Sádi-Arabíu Donald Trump forseti beitti á dögunum neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að hætt yrði við söluna. 30. júlí 2019 08:38
Hækkun framlaga stjórnvalda til UNICEF 160% milli ára Framlög íslenskra stjórnvalda, almennings og fyrirtækja á Íslandi til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hafa aldrei verið hærri en á síðasta ári.Vöxturinn milli ára er 10,2% og hækkun framlaga frá íslenskum stjórnvöldum á milli áranna 2017 og 2018 tæp 160%. 27. júní 2019 10:00
Yfir 7500 börn drepin eða særð í Jemen frá árinu 2013 Í nýrri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna segir að yfir 7500 börn hafi á síðasta fimm og hálfa árinu, látist eða skaðast af sökum loftárása, sprengjuárása, hernaðarátaka eða jarðsprengja í Jemen. 29. júní 2019 22:51
Helmingur íbúa vill úr landi Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic. 28. júní 2019 06:45
Fátækar konur og jaðarsettar njóta minnstra kyn- og frjósemisréttinda Verulegur ávinningur hefur náðst í kyn- og frjósemisréttindum frá árinu 1969 þegar Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) var stofnaður. Þrátt fyrir framfarir á þeirri hálfu öld sem liðin er standa hundruð kvenna í dag frammi fyrir hindrunum. 10. apríl 2019 11:30
Ísland hækkar framlag vegna kynbundins ofbeldis á neyðarsvæðum Ísland lýsti yfir fullum stuðningi í baráttunni gegn kynferðislegu og kynbundu ofbeldi á neyðarsvæðum á áheitaráðstefnu sem haldin var í Ósló í lok síðustu viku. Mikil áhersla er lögð á málaflokkinn í mannúðarstarfi Íslands. 27. maí 2019 13:15
Trump hættir ekki stuðningi við Sáda Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur beitt neitunarvaldi sínu gegn þingsályktun sem samþykkt hafði verið í báðum deildum þingsins og er það í annað sinn sem hann beitir þessu valdi sínu. 17. apríl 2019 08:48