Öldungadeildarþingmönnum á Bandaríkjaþingi mistókst í nótt að koma í veg fyrir vopnasölu til Sádi-Arabíu upp á milljarða dollara en Donald Trump forseti beitti á dögunum neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að hætt yrði við söluna.
Þingmönnum og fleiri áhrifahópum í Bandaríkjunum þótti óviðurkvæmilegt að selja Sádi-Arabíu svo mikið af vopnum í ljósi stríðsreksturs þeirra í Jemen og einnig í ljósi morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi.
Frumvarp þess efnis að hætt yrði við söluna var samþykkt í fulltrúadeildinni þar sem Demókratar hafa meirihluta en einnig í öldungadeildinni þar sem Repúblikanar ráða ríkjum.
Þá greip forsetinn inn í og beitti neitunarvaldi með þeim rökum að það kæmi niður á samkeppnishæfni Bandaríkjananna að hætta við samninginn. Málið fór þá fyrir öldungadeildina þar sem það þurfti að ná auknum meirihluta. Fimm þingmenn Repúblikana greiddu atkvæði á móti forseta sínum en fimmtán sátu hjá og því náði málið ekki í gegn.
Mistókst að koma í veg fyrir vopnasölu til Sádi-Arabíu

Tengdar fréttir

Trump beitti neitunarvaldi vegna vopnasölusamnings
Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti í gærkvöldi neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að stór vopnasölusamningur til Sádi Arabíu yrði afturkallaður.

Trump nefndi vopnakaup Sáda þegar hann var spurður um rannsókn á Khashoggi
Trump ræddi málið í viðtali við NBC sjónvarpstöðina fyrr í dag og benti í því samhengi á mikil vopnaviðskipti Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. Kaup Sáda á bandarískum vopnum nemi háum fjárhæðum sem búi til störf í heimalandinu.

Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár
Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn.