Enski boltinn

Sá dýrasti full meðvitaður um tölfræði síðustu leiktíðar og vill gera Old Trafford að vígi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maguire þakkar fyrir sig í gær.
Maguire þakkar fyrir sig í gær. vísir/getty
Harry Maguire, enski landsliðsmiðvörður Manchester United, spilaði sinn fyrsta leik í búningi Man. Utd í gær er þeir rauðklæddu rúlluðu yfir Chelsea í fyrstu umferð enska boltans.

United vann 4-0 sigur og hélt því hreinu en það gerðist einungis tvisvar að United hélt hreinu á síðustu leiktíð á Old Trafford.

Tveir af fjórum varnarmönnum United í gær voru keyptir í sumar; Maguire og Aaron Wan-Bissaka en dýrasti varnarmaður heims, Maguire, var sáttur í leikslok.

„Þetta er frábær byrjun fyrir mig og liðið. Við vorum heppnir í fyrri hálfleik en við vorum líkari sjálfum okkur í síðari hálfleik,“ sagði maður leiksins í gær að mati Sky Sports.







„Þetta er fyrsti leikurinn á Old Trafford svo ég held að við höfum verið stressaðir. Við gáfum frá okkur boltann á hættulegum stöðum. Við hreyfðum hann vel í síðari hálfleik og fremstu þrír leikmennirnir okkar eru hættulegir í skyndisóknum.“

„Við vissum að það var aðeins haldið tvisvar hreinu hérna á síðustu leiktíð og við viljum gera þetta að vígi. Mér líður vel en hef einugis æft þrjá til fjóra daga með strákunum. Ég verð betri,“ sagði Englendingurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×