Íslenski boltinn

Sjáðu vítaspyrnurnar og dramatíkina er FH skaust í 3. sætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var mikil dramatík er FH vann 3-2 sigur á Val á Origo-vellinum í gær en leikurinn var afar fjörugur.

Staðan var markalaus í hálfleik en FH komst yfir með marki Steven Lennon úr vítaspyrnu á 51. mínútu. Fjórum mínútum síðar fengu Valsmenn vítaspyrnu og úr henni skoraði Patrick Pedersen.

Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari leiksins, hafði í nægu að snúast og á 64. mínútu dæmdi hann aðra vítaspyrnu á FH. Aftur steig Patrick á punktinn og skoraði af fádæma öryggi.

Ellefu mínútum eftir annað mark Patrick jafnaði Björn Daníel Sverrison metinn eftir darraðadans í vítateig Vals eftir hornspyrnu.

Sigurmarkið skoraði svo Daninn í FH-liðinu, Morten Beck Andersen, sjö mínútum fyrir leikslok en þetta var hans fyrsta mark fyrir Fimleikafélagið. Lokatölur 3-2.

FH er því í 3. sætinu með 25 stig eftir 16 umferðir en Valur er í því sjötta með 23 stig.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×