Íslenski boltinn

Óli Jó: Dómarinn réð ekkert við þennan leik og hefur aldrei ráðið við svona leiki

Árni Jóhannsson skrifar
Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson. vísir/daníel
Þjálfari Valsmanna var að vonum ekki ánægður með leik sinna manna og þá sem sáu um leikinn á móti FH fyrr í kvöld.

Hann var stuttur í spuna þegar blaðamaður spurði hann hvort hann vildi ræða dómara leiksins, Sigurð Hjört Þrastarsson en það voru nokkur atriði í leiknum sem féllu gegn Valsmönnum og hugsanlega kostuðu þá sigurinn í kvöld en Ólafur sagði hreint út:

„Hann réði ekkert við þennan leik og hefur aldrei ráðið við svona leiki“.

Svo mörg voru þau orð en þá var Ólafur spurður að því hvað hans menn hefðu gert rangt í leiknum.

„Við vorum bara daprir í kvöld og við vorum ekki í góðu standi í dag og það er góð spurning afhverju við vorum ekki í góðu standi í dag. Ég bara hef ekki útskýringar á því afhverju við vorum svona daprir að svo stöddu“.

„Þetta er nú ekki fyrsti leikurinn sem við töpum. Við vinnum okkur út úr þessu“, sagði þjálfari Valsmann þegar hann var spurður hvaða áhrif þetta tap myndi hafa á hans menn en Valur var á góðum sprett í deildinni og höfðu verið taplausir í sex umferðum fyrir þessa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×