Enski boltinn

Alexander-Arnold sá fyrsti síðan Özil náði þessu árið 2015

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold. Getty/Michael Regan
Aðeins sjö aðrir leikmenn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hafa fengið inngöngu í hópinn sem Trent Alexander-Arnold komst í á föstudagskvöldið.

Þessi tvítugi bakvörður Evrópumeistara Liverpool átti þá glæsilega stoðsendingu á Divock Origi sem endanlega innsiglaði sigur Liverpool og það strax í fyrri hálfleik.





Alexander-Arnold setti nýtt met á síðustu leiktíð þegar hann gaf þrettán stoðsendingar í deildinni en enginn varnarmaður hefur náð svo mörgum stoðsendingum á einu tímabili í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Með því að gefa þessa stoðsendingu á móti Norwich þá hefur Alexander-Arnold nú gefið stoðsendingu í fimm deildarleikjum Liverpool í röð.

Því hafði enginn annar leikmaður náð í ensku úrvalsdeildinni síðan Arsenal-maðurinn Mesut Özil gerði það árið 2015.

Alexander-Arnold er líka aðeins einn af átta sem hefur náð þessu í sögu deildarinnar. Hann er sá eini af þeim sem er varnarmaður og hann er ekki orðin 21 árs gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×