Hringdi í Harry Maguire og reyndi að biðjast afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 14:45 Harry Maguire í fyrsta leiknum með Manchester United. Getty/Matthew Ashton Knattspyrnusérfræðingur Sky Sports og fyrrum stórstjarna Arsenal sér eftir því að hafa gagnrýnt Harry Maguire fyrir að hafa viljað fara til Manchester United. Harry Maguire lék sinn fyrsta leik með Manchester United um síðustu helgi þegar United menn unnu 4-0 sigur á Chelsea. United hélt aðeins sjö sinnum marki sínu hreinu á síðustu leiktíð. Nokkrum dögum áður hafði Manchester United gert Maguire að dýrasta varnarmanni heims eftir að hafa keypt hann á 80 milljónir punda frá Leicester City. Paul Merson er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal á árunum 1985 til 1997 en hann varð tvisvar enskur meistari með félaginu og skoraði alls 78 mörk í 327 leikjum fyrir Arsenal."I called him today. I was out of order and I am the first to admit that" Paul Merson apologises to Harry Maguire over criticism of his signing for Man Utd More: https://t.co/o5swbwT381pic.twitter.com/q9L7sZbixE — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 13, 2019Merson gagnrýndi þessa ákvörðun Maguire harðlega og kallaði hana fáránlega. „Maguire fyrir 80 milljónir er eins fáránlegt og það getur orðið,“ sagði Paul Merson fyrir leik Manchester United og Chelsea. Nú er komið allt annað hljóð í hann. „Ég sýndi honum ekki nógu mikla virðingu um daginn. Hann hefur spilað í undanúrslitum á HM, hann er landsliðsmaður og ég var í ruglinu og er fyrstur til að viðurkenna það,“ sagði Paul Merson. „Menn mega samt ekki gleyma því að þegar hann spilaði fyrir Leicester þá duttu þeir aftur á völlinn og vörðust á vítateigslínunni með ekkert pláss á bak við sig. Nú er hann að spila á miðjulínunni hjá Manchester United og þá er hann að fá bolta inn fyrir sig á eldfljóta menn eins og Pierre-Emerick Aubameyang hjá Arsenal og Sergio Aguero hjá Manchester City,“ sagði Merson.Harry Maguire is @premierleague Man of the Match on his @ManUtd debut • 7 clearances - most in match • 4 interceptions - most in match • 86% passing accuracy • Dribbled past no times Helps Man Utd keep their 1st clean sheet in 16 games in all comps since February pic.twitter.com/v3iYFR97Oy — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 11, 2019 „Hann hefur samt mjög sterka nærveru, skipar mönnum til og er ekkert að fíflast. Mér fannst hann spila þennan fyrsta leik mjög vel,“ sagði Merson. „Mér fannst ég vera of harður í gagnrýninni á laugardaginn ef ég segi alveg eins og er. Ég reyndi að ná í hann á mánudaginn og ég mun tala við hann á morgun því hann sendi mér skilaboð til baka,“ sagði Merson. „Það sem ég ætlaði að segja kom ekki nógu vel út,“ sagði Merson en það má heyra hann tala um Harry Maguire hér að neðan. Enski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira
Knattspyrnusérfræðingur Sky Sports og fyrrum stórstjarna Arsenal sér eftir því að hafa gagnrýnt Harry Maguire fyrir að hafa viljað fara til Manchester United. Harry Maguire lék sinn fyrsta leik með Manchester United um síðustu helgi þegar United menn unnu 4-0 sigur á Chelsea. United hélt aðeins sjö sinnum marki sínu hreinu á síðustu leiktíð. Nokkrum dögum áður hafði Manchester United gert Maguire að dýrasta varnarmanni heims eftir að hafa keypt hann á 80 milljónir punda frá Leicester City. Paul Merson er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal á árunum 1985 til 1997 en hann varð tvisvar enskur meistari með félaginu og skoraði alls 78 mörk í 327 leikjum fyrir Arsenal."I called him today. I was out of order and I am the first to admit that" Paul Merson apologises to Harry Maguire over criticism of his signing for Man Utd More: https://t.co/o5swbwT381pic.twitter.com/q9L7sZbixE — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 13, 2019Merson gagnrýndi þessa ákvörðun Maguire harðlega og kallaði hana fáránlega. „Maguire fyrir 80 milljónir er eins fáránlegt og það getur orðið,“ sagði Paul Merson fyrir leik Manchester United og Chelsea. Nú er komið allt annað hljóð í hann. „Ég sýndi honum ekki nógu mikla virðingu um daginn. Hann hefur spilað í undanúrslitum á HM, hann er landsliðsmaður og ég var í ruglinu og er fyrstur til að viðurkenna það,“ sagði Paul Merson. „Menn mega samt ekki gleyma því að þegar hann spilaði fyrir Leicester þá duttu þeir aftur á völlinn og vörðust á vítateigslínunni með ekkert pláss á bak við sig. Nú er hann að spila á miðjulínunni hjá Manchester United og þá er hann að fá bolta inn fyrir sig á eldfljóta menn eins og Pierre-Emerick Aubameyang hjá Arsenal og Sergio Aguero hjá Manchester City,“ sagði Merson.Harry Maguire is @premierleague Man of the Match on his @ManUtd debut • 7 clearances - most in match • 4 interceptions - most in match • 86% passing accuracy • Dribbled past no times Helps Man Utd keep their 1st clean sheet in 16 games in all comps since February pic.twitter.com/v3iYFR97Oy — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 11, 2019 „Hann hefur samt mjög sterka nærveru, skipar mönnum til og er ekkert að fíflast. Mér fannst hann spila þennan fyrsta leik mjög vel,“ sagði Merson. „Mér fannst ég vera of harður í gagnrýninni á laugardaginn ef ég segi alveg eins og er. Ég reyndi að ná í hann á mánudaginn og ég mun tala við hann á morgun því hann sendi mér skilaboð til baka,“ sagði Merson. „Það sem ég ætlaði að segja kom ekki nógu vel út,“ sagði Merson en það má heyra hann tala um Harry Maguire hér að neðan.
Enski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira