Hringdi í Harry Maguire og reyndi að biðjast afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 14:45 Harry Maguire í fyrsta leiknum með Manchester United. Getty/Matthew Ashton Knattspyrnusérfræðingur Sky Sports og fyrrum stórstjarna Arsenal sér eftir því að hafa gagnrýnt Harry Maguire fyrir að hafa viljað fara til Manchester United. Harry Maguire lék sinn fyrsta leik með Manchester United um síðustu helgi þegar United menn unnu 4-0 sigur á Chelsea. United hélt aðeins sjö sinnum marki sínu hreinu á síðustu leiktíð. Nokkrum dögum áður hafði Manchester United gert Maguire að dýrasta varnarmanni heims eftir að hafa keypt hann á 80 milljónir punda frá Leicester City. Paul Merson er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal á árunum 1985 til 1997 en hann varð tvisvar enskur meistari með félaginu og skoraði alls 78 mörk í 327 leikjum fyrir Arsenal."I called him today. I was out of order and I am the first to admit that" Paul Merson apologises to Harry Maguire over criticism of his signing for Man Utd More: https://t.co/o5swbwT381pic.twitter.com/q9L7sZbixE — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 13, 2019Merson gagnrýndi þessa ákvörðun Maguire harðlega og kallaði hana fáránlega. „Maguire fyrir 80 milljónir er eins fáránlegt og það getur orðið,“ sagði Paul Merson fyrir leik Manchester United og Chelsea. Nú er komið allt annað hljóð í hann. „Ég sýndi honum ekki nógu mikla virðingu um daginn. Hann hefur spilað í undanúrslitum á HM, hann er landsliðsmaður og ég var í ruglinu og er fyrstur til að viðurkenna það,“ sagði Paul Merson. „Menn mega samt ekki gleyma því að þegar hann spilaði fyrir Leicester þá duttu þeir aftur á völlinn og vörðust á vítateigslínunni með ekkert pláss á bak við sig. Nú er hann að spila á miðjulínunni hjá Manchester United og þá er hann að fá bolta inn fyrir sig á eldfljóta menn eins og Pierre-Emerick Aubameyang hjá Arsenal og Sergio Aguero hjá Manchester City,“ sagði Merson.Harry Maguire is @premierleague Man of the Match on his @ManUtd debut • 7 clearances - most in match • 4 interceptions - most in match • 86% passing accuracy • Dribbled past no times Helps Man Utd keep their 1st clean sheet in 16 games in all comps since February pic.twitter.com/v3iYFR97Oy — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 11, 2019 „Hann hefur samt mjög sterka nærveru, skipar mönnum til og er ekkert að fíflast. Mér fannst hann spila þennan fyrsta leik mjög vel,“ sagði Merson. „Mér fannst ég vera of harður í gagnrýninni á laugardaginn ef ég segi alveg eins og er. Ég reyndi að ná í hann á mánudaginn og ég mun tala við hann á morgun því hann sendi mér skilaboð til baka,“ sagði Merson. „Það sem ég ætlaði að segja kom ekki nógu vel út,“ sagði Merson en það má heyra hann tala um Harry Maguire hér að neðan. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Knattspyrnusérfræðingur Sky Sports og fyrrum stórstjarna Arsenal sér eftir því að hafa gagnrýnt Harry Maguire fyrir að hafa viljað fara til Manchester United. Harry Maguire lék sinn fyrsta leik með Manchester United um síðustu helgi þegar United menn unnu 4-0 sigur á Chelsea. United hélt aðeins sjö sinnum marki sínu hreinu á síðustu leiktíð. Nokkrum dögum áður hafði Manchester United gert Maguire að dýrasta varnarmanni heims eftir að hafa keypt hann á 80 milljónir punda frá Leicester City. Paul Merson er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal á árunum 1985 til 1997 en hann varð tvisvar enskur meistari með félaginu og skoraði alls 78 mörk í 327 leikjum fyrir Arsenal."I called him today. I was out of order and I am the first to admit that" Paul Merson apologises to Harry Maguire over criticism of his signing for Man Utd More: https://t.co/o5swbwT381pic.twitter.com/q9L7sZbixE — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 13, 2019Merson gagnrýndi þessa ákvörðun Maguire harðlega og kallaði hana fáránlega. „Maguire fyrir 80 milljónir er eins fáránlegt og það getur orðið,“ sagði Paul Merson fyrir leik Manchester United og Chelsea. Nú er komið allt annað hljóð í hann. „Ég sýndi honum ekki nógu mikla virðingu um daginn. Hann hefur spilað í undanúrslitum á HM, hann er landsliðsmaður og ég var í ruglinu og er fyrstur til að viðurkenna það,“ sagði Paul Merson. „Menn mega samt ekki gleyma því að þegar hann spilaði fyrir Leicester þá duttu þeir aftur á völlinn og vörðust á vítateigslínunni með ekkert pláss á bak við sig. Nú er hann að spila á miðjulínunni hjá Manchester United og þá er hann að fá bolta inn fyrir sig á eldfljóta menn eins og Pierre-Emerick Aubameyang hjá Arsenal og Sergio Aguero hjá Manchester City,“ sagði Merson.Harry Maguire is @premierleague Man of the Match on his @ManUtd debut • 7 clearances - most in match • 4 interceptions - most in match • 86% passing accuracy • Dribbled past no times Helps Man Utd keep their 1st clean sheet in 16 games in all comps since February pic.twitter.com/v3iYFR97Oy — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 11, 2019 „Hann hefur samt mjög sterka nærveru, skipar mönnum til og er ekkert að fíflast. Mér fannst hann spila þennan fyrsta leik mjög vel,“ sagði Merson. „Mér fannst ég vera of harður í gagnrýninni á laugardaginn ef ég segi alveg eins og er. Ég reyndi að ná í hann á mánudaginn og ég mun tala við hann á morgun því hann sendi mér skilaboð til baka,“ sagði Merson. „Það sem ég ætlaði að segja kom ekki nógu vel út,“ sagði Merson en það má heyra hann tala um Harry Maguire hér að neðan.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira