Enski boltinn

Millwall vann í fyrsta byrjunarliðsleik Jóns Daða

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Daði fékk tækifæri í byrjunarliði Millwall í kvöld.
Jón Daði fékk tækifæri í byrjunarliði Millwall í kvöld. vísir/getty

Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn fyrir Millwall þegar liðið vann West Brom, 1-2, í 1. umferð enska deildabikarsins í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Jóns Daða í byrjunarliði Millwall á tímabilinu.

West Brom komst yfir með marki Charlie Austin eftir níu mínútna leik en Tom Bradshaw jafnaði á 28. mínútu. Staðan var 1-1 í hálfleik. Á 55. mínútu skoraði Aiden O'Brien sigurmark Millwall.

Alls fóru 33 leikir fram í 1. umferð deildabikarsins í kvöld.

B-deildarlið Leeds United vann öruggan sigur á D-deildarliði Salford City, 0-3, á útivelli.

Salford, sem eru í eigu fyrrverandi leikmanna Manchester United úr hinum svokallaða '92-árgangi, hélt Leeds í skefjum framan af leik. En á 43. mínútu kom Eddie Nketiah, lánsmaður frá Arsenal, Leeds yfir.

Í upphafi seinni hálfleiks bættu Gaetano Berardi og Mateusz Klich tveimur mörkum við. Lokatölur 0-3, Leeds í vil.

Patrik Sigurður Gunnarsson sat á varamannabekknum hjá Brentford sem tapaði fyrir D-deildarliði Cambridge United í vítakeppni, 4-5. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1.

Öll úrslitin úr leikjum kvöldsins má sjá hér fyrir neðan (deild liðs innan sviga).

Accrington Stanley (3) 1-3 Sunderland (3) 
AFC Wimbledon (3) 2-3 Milton Keynes Dons (3) 
Barnsley (2) 0-3 Carlisle United (4)
Blackburn Rovers (2) 3-2 Oldham Athletic (4)
Blackpool (3) 2-3 Macclesfield Town (4) 
Bradford City (4) 0-4 Preston North End (2)
Brentford (2) 1-2 Cambridge United (4)
Bristol Rovers (3) 3-0 Cheltenham Town (4) 
Charlton Athletic (2) 0-1 Forest Green Rovers (4)
Colchester United (4) 3-0 Swindon Town (4)
Coventry City (3) 4-1 Exeter City (4)
Gillingham (3) 2-3 Newport County (4)
Grimsby Town (4) 1-0 Doncaster Rovers (3)
Huddersfield Town (2) 0-1 Lincoln City (3)
Luton Town (2) 3-1 Ipswich Town (3) 
Mansfield Town (4) 2-3 Morecambe (4) 
Middlesbrough (2) 2-3 Crewe Alexandra (4)
Nottingham Forest (2) 1-0 Fleetwood Town (3)
Oxford United (3) 1-0 Peterborough United (3)
Plymouth Argyle (4) 2-0 Leyton Orient (4)
Port Vale (4) 1-2 Burton Albion (3) 
Queens Park Rangers (2) 4-3 Bristol City (2)
Rochdale (3) 5-2 Bolton Wanderers (3)
Salford City (4) 0-3 Leeds United (2) 
Scunthorpe United (4) 0-1 Derby County (2)
Shrewsbury Town (3) 0-4 Rotherham United (3)
Stevenage (4) 1-2 Southend United (3)
Swansea City (2) 3-1 Northampton Town (4)
Tranmere Rovers (3) 0-3 Hull City (2)
Walsall (4) 2-3 Crawley Town (4)
West Bromwich Albion (2) 1-2 Millwall (2)
Wigan Athletic (2) 0-1 Stoke City (2)
Wycombe Wanderers (3) 1-2 Reading (2)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.