Enski boltinn

Gylfi og Jóhann Berg mæta liðum úr C-deildinni í næstu umferð deildabikarsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi og félagar fara til Lincoln í 2. umferð enska deildabikarsins.
Gylfi og félagar fara til Lincoln í 2. umferð enska deildabikarsins. VÍSIR/GETTY

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton sækja C-deildarlið Lincoln City heim í 2. umferð enska deildabikarsins. Dregið var í kvöld eftir leikina í 1. umferðinni.

Þrettán af 20 liðum í ensku úrvalsdeildinni voru í pottinum. Liðin sem taka þátt í Meistara- og Evrópudeildinni koma inn í 3. umferðina.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley fá C-deildarlið Sunderland í heimsókn í 2. umferðinni. Stærsti leikur hennar er viðureign Newcastle United og Leicester City.

Jón Daði Böðvarsson og félagar í B-deildarliðinu Milwall, sem unnu West Brom í kvöld, mæta Oxford United úr C-deildinni í 2. umferðinni.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í 2. umferðinni.

Plymouth - Reading
Crawley - Norwich
Newport - West Ham
Oxford United - Millwall
Watford - Coventry
Swansea - Cambridge United
Cardiff - Luton
Bristol Rovers - Brighton
Crystal Palace - Colchester
Fulham - Southampton
Bournemouth - Forest Green
Southend - MK Dons
QPR - Portsmouth
Crewe - Aston Villa
Lincoln - Everton
Leeds - Stoke
Sheffield United - Blackburn
Rotherham - Sheffield Wednesday eða Bury
Newcastle - Leicester
Burton - Morecambe
Burnley Sunderland
Nottingham Forest - Derby
Grimsby - Macclesfield
Preston - Hull
Rochdale - Carlisle


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.