Enski boltinn

Gylfi og Jóhann Berg mæta liðum úr C-deildinni í næstu umferð deildabikarsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi og félagar fara til Lincoln í 2. umferð enska deildabikarsins.
Gylfi og félagar fara til Lincoln í 2. umferð enska deildabikarsins. VÍSIR/GETTY
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton sækja C-deildarlið Lincoln City heim í 2. umferð enska deildabikarsins. Dregið var í kvöld eftir leikina í 1. umferðinni.Þrettán af 20 liðum í ensku úrvalsdeildinni voru í pottinum. Liðin sem taka þátt í Meistara- og Evrópudeildinni koma inn í 3. umferðina.Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley fá C-deildarlið Sunderland í heimsókn í 2. umferðinni. Stærsti leikur hennar er viðureign Newcastle United og Leicester City.Jón Daði Böðvarsson og félagar í B-deildarliðinu Milwall, sem unnu West Brom í kvöld, mæta Oxford United úr C-deildinni í 2. umferðinni.Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í 2. umferðinni.Plymouth - Reading

Crawley - Norwich

Newport - West Ham

Oxford United - Millwall

Watford - Coventry

Swansea - Cambridge United

Cardiff - Luton

Bristol Rovers - Brighton

Crystal Palace - Colchester

Fulham - Southampton

Bournemouth - Forest Green

Southend - MK Dons

QPR - Portsmouth

Crewe - Aston Villa

Lincoln - Everton

Leeds - Stoke

Sheffield United - Blackburn

Rotherham - Sheffield Wednesday eða Bury

Newcastle - Leicester

Burton - Morecambe

Burnley Sunderland

Nottingham Forest - Derby

Grimsby - Macclesfield

Preston - Hull

Rochdale - Carlisle


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.