Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Johnson vill út hvað sem tautar og raular. Nordicphotos/AFP Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. Þetta var niðurstaða dómstólsins í gær. Andstæðingar Johnsons og slíkrar útgöngu óttast að Johnson gæti beitt þessu mögulega vopni á dögunum fyrir settan útgöngudag, 31. október, til þess að knýja fram samningslausa útgöngu í trássi við yfirlýstan vilja meirihluta þingmanna. Johnson hefur ekki lýst sérstaklega yfir áhuga sínum á þeirri útkomu. Þrír þættir gera atburðarásina hins vegar nokkuð líklega. Í fyrsta lagi er Johnson staðráðinn í því að halda í settan útgöngudag og ekki fresta honum líkt og áður hefur verið gert vegna samningsleysis. Í öðru lagi er nokkuð ólíklegt að samningur muni liggja fyrir í októberlok. Breska þingið hefur í þrígang hafnað samningi ríkisstjórnar Theresu May og Evrópusambandstoppar segja ómögulegt að semja upp á nýtt. Í þriðja lagi er þingið andsnúið samningslausri útgöngu og því yrði erfitt fyrir Johnson að ná þess háttar útgöngu þar í gegn. Skoðanakönnun sem ComRes gerði og The Telegraph birti í gær sýndi að 44 prósent aðspurðra myndu styðja forsætisráðherrann til þess að klára útgöngumálið hvað sem tautar og raular. Jafnvel þótt það þýddi að slíta þurfi þingi til að koma í veg fyrir synjun þingheims. 37 prósent sögðust andvíg en nítján prósent óviss. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. Þetta var niðurstaða dómstólsins í gær. Andstæðingar Johnsons og slíkrar útgöngu óttast að Johnson gæti beitt þessu mögulega vopni á dögunum fyrir settan útgöngudag, 31. október, til þess að knýja fram samningslausa útgöngu í trássi við yfirlýstan vilja meirihluta þingmanna. Johnson hefur ekki lýst sérstaklega yfir áhuga sínum á þeirri útkomu. Þrír þættir gera atburðarásina hins vegar nokkuð líklega. Í fyrsta lagi er Johnson staðráðinn í því að halda í settan útgöngudag og ekki fresta honum líkt og áður hefur verið gert vegna samningsleysis. Í öðru lagi er nokkuð ólíklegt að samningur muni liggja fyrir í októberlok. Breska þingið hefur í þrígang hafnað samningi ríkisstjórnar Theresu May og Evrópusambandstoppar segja ómögulegt að semja upp á nýtt. Í þriðja lagi er þingið andsnúið samningslausri útgöngu og því yrði erfitt fyrir Johnson að ná þess háttar útgöngu þar í gegn. Skoðanakönnun sem ComRes gerði og The Telegraph birti í gær sýndi að 44 prósent aðspurðra myndu styðja forsætisráðherrann til þess að klára útgöngumálið hvað sem tautar og raular. Jafnvel þótt það þýddi að slíta þurfi þingi til að koma í veg fyrir synjun þingheims. 37 prósent sögðust andvíg en nítján prósent óviss.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira