Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Johnson vill út hvað sem tautar og raular. Nordicphotos/AFP Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. Þetta var niðurstaða dómstólsins í gær. Andstæðingar Johnsons og slíkrar útgöngu óttast að Johnson gæti beitt þessu mögulega vopni á dögunum fyrir settan útgöngudag, 31. október, til þess að knýja fram samningslausa útgöngu í trássi við yfirlýstan vilja meirihluta þingmanna. Johnson hefur ekki lýst sérstaklega yfir áhuga sínum á þeirri útkomu. Þrír þættir gera atburðarásina hins vegar nokkuð líklega. Í fyrsta lagi er Johnson staðráðinn í því að halda í settan útgöngudag og ekki fresta honum líkt og áður hefur verið gert vegna samningsleysis. Í öðru lagi er nokkuð ólíklegt að samningur muni liggja fyrir í októberlok. Breska þingið hefur í þrígang hafnað samningi ríkisstjórnar Theresu May og Evrópusambandstoppar segja ómögulegt að semja upp á nýtt. Í þriðja lagi er þingið andsnúið samningslausri útgöngu og því yrði erfitt fyrir Johnson að ná þess háttar útgöngu þar í gegn. Skoðanakönnun sem ComRes gerði og The Telegraph birti í gær sýndi að 44 prósent aðspurðra myndu styðja forsætisráðherrann til þess að klára útgöngumálið hvað sem tautar og raular. Jafnvel þótt það þýddi að slíta þurfi þingi til að koma í veg fyrir synjun þingheims. 37 prósent sögðust andvíg en nítján prósent óviss. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. Þetta var niðurstaða dómstólsins í gær. Andstæðingar Johnsons og slíkrar útgöngu óttast að Johnson gæti beitt þessu mögulega vopni á dögunum fyrir settan útgöngudag, 31. október, til þess að knýja fram samningslausa útgöngu í trássi við yfirlýstan vilja meirihluta þingmanna. Johnson hefur ekki lýst sérstaklega yfir áhuga sínum á þeirri útkomu. Þrír þættir gera atburðarásina hins vegar nokkuð líklega. Í fyrsta lagi er Johnson staðráðinn í því að halda í settan útgöngudag og ekki fresta honum líkt og áður hefur verið gert vegna samningsleysis. Í öðru lagi er nokkuð ólíklegt að samningur muni liggja fyrir í októberlok. Breska þingið hefur í þrígang hafnað samningi ríkisstjórnar Theresu May og Evrópusambandstoppar segja ómögulegt að semja upp á nýtt. Í þriðja lagi er þingið andsnúið samningslausri útgöngu og því yrði erfitt fyrir Johnson að ná þess háttar útgöngu þar í gegn. Skoðanakönnun sem ComRes gerði og The Telegraph birti í gær sýndi að 44 prósent aðspurðra myndu styðja forsætisráðherrann til þess að klára útgöngumálið hvað sem tautar og raular. Jafnvel þótt það þýddi að slíta þurfi þingi til að koma í veg fyrir synjun þingheims. 37 prósent sögðust andvíg en nítján prósent óviss.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira