Sváfu á verðinum þegar Epstein svipti sig lífi Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 10:35 Fangelsið í Manhattan þar sem Epstein var haldið. Hann var sakaður um mansal á ungum stúlkum í New York og Flórída. Vísir/Getty Tveir verðir í fangelsinu í Manhattan þar sem Jeffrey Epstein var haldið fylgdust ekki með honum í þrjár klukkustundir vegna þess að þeir voru sofandi. Verðirnir tveir, sem hafa verið settir í leyfi, fölsuðu svo skjöl til að fela mistök sín. Epstein, auðmaður sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum, fannst látinn í klefa sínum í fangelsinu í New York á laugardagsmorgun. Virtist hann hafa hengt sig með laki. Hann hafði verið tekin af sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að hann hafi fundist meðvitundarlaus með áverka á hálsi í klefa sínum í síðasta mánuði.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að fangaverðirnir tveir á sérdeildinni þar sem Epstein var haldið hafi ranglega skráð í dagbók að þeir hafi litið á hann á hálftíma fresti eins og þeim bar að gera. Það gæti verið alríkisglæpur. Verðirnir eru sagðir hafa verið sofandi að hluta til eða í allra þær þrjár klukkustundir sem Epstein var eftirlitslaus. Epstein var jafnframt einn í klefa þrátt fyrir að reglur kvæðu á um að hann ætti að hafa klefafélaga. Fangelsisyfirvöld höfðu fært samfanga Epstein í annan klefa og því var hann einn á föstudagskvöld. Verðirnir hafa verið sendir í launað leyfi og fangelsistjórinn hefur verið færður til í starfi. Annar þeirra vann ekki við að gæta fanga að aðalstarfi heldur bauð sig fram til þess fyrir yfirvinnuna. Hinn hafði verið skikkaður til að vinna yfirvinnu vegna manneklu í fangelsinu. William Barr, dómsmálaráðherrann, hefur boðað ítarlega rannsókn á dauða Epstein. Hann sagði í gær að alvarlegir brestir hafi verið í fangelsinu. Rannsókn á glæpum Epstein verði ekki hætt þrátt fyrir dauða hans. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Tveir verðir í fangelsinu í Manhattan þar sem Jeffrey Epstein var haldið fylgdust ekki með honum í þrjár klukkustundir vegna þess að þeir voru sofandi. Verðirnir tveir, sem hafa verið settir í leyfi, fölsuðu svo skjöl til að fela mistök sín. Epstein, auðmaður sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum, fannst látinn í klefa sínum í fangelsinu í New York á laugardagsmorgun. Virtist hann hafa hengt sig með laki. Hann hafði verið tekin af sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að hann hafi fundist meðvitundarlaus með áverka á hálsi í klefa sínum í síðasta mánuði.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að fangaverðirnir tveir á sérdeildinni þar sem Epstein var haldið hafi ranglega skráð í dagbók að þeir hafi litið á hann á hálftíma fresti eins og þeim bar að gera. Það gæti verið alríkisglæpur. Verðirnir eru sagðir hafa verið sofandi að hluta til eða í allra þær þrjár klukkustundir sem Epstein var eftirlitslaus. Epstein var jafnframt einn í klefa þrátt fyrir að reglur kvæðu á um að hann ætti að hafa klefafélaga. Fangelsisyfirvöld höfðu fært samfanga Epstein í annan klefa og því var hann einn á föstudagskvöld. Verðirnir hafa verið sendir í launað leyfi og fangelsistjórinn hefur verið færður til í starfi. Annar þeirra vann ekki við að gæta fanga að aðalstarfi heldur bauð sig fram til þess fyrir yfirvinnuna. Hinn hafði verið skikkaður til að vinna yfirvinnu vegna manneklu í fangelsinu. William Barr, dómsmálaráðherrann, hefur boðað ítarlega rannsókn á dauða Epstein. Hann sagði í gær að alvarlegir brestir hafi verið í fangelsinu. Rannsókn á glæpum Epstein verði ekki hætt þrátt fyrir dauða hans.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
„Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02
Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16
FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48