Segir að Aaron Wan-Bissaka sé betri en Trent Alexander-Arnold Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 12:00 Aaron Wan-Bissaka var frábær í fyrsta leik með Manchester United. Getty/Matthew Peters Manchester United byrjaði frábærlega í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og nýju mennirnir í vörninni, Harry Maguire og Aaron Wan-Bissaka, léku báðir sína fyrstu keppnisleiki. United gekk illa að halda hreinu á síðustu leiktíð en mætir greinilega með allt aðra og betri vörn eftir að hafa keypt miðvörðinn Maguire frá Leicester og bakvörðinn Wan-Bissaka frá Crystal Palace. Paul Parker þekkir vel til varnarleiks Manchester United enda spilaði hann sem bakvörður hjá félaginu í fimm ár frá 1991 til 1996. Parker tjáði sig sérstaklega um bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka í hlaðvarpsþættinum WeAreTheBusbyBoys. Parker er á því að Wan-Bissaka sé orðinn besti bakvörðurinn í ensku úrvalsdeildinni en United borgaði Crystal Palace 50 milljónir punda fyrir hann.?? Paul Parker: “People talk about the lad at Liverpool, Alexander-Arnold, but he can’t defend like Wan Bissaka, whose defending and positioning is very good. He wants to defend, he loves it. “I’m judging him as a defender. He's the best right-back in the Premier League." pic.twitter.com/1chcHNbFtr — Goal (@goal) August 12, 2019 „Ég hef sagt það mörgum sinnum að ég horfði oft á hann spila á síðustu leiktíð og ég er mjög hrifinn af því sem hann gerir,“ sagði Paul Parker við strákana í WeAreTheBusbyBoys hlaðvarpinu. „Fólk er að tala um þennan strák hjá Liverpool (Trent Alexander-Arnold) en hann getur ekki varist eins og Wan Bissaka. Varnarleikur og staðsetningar Wan Bissaka eru mjög góðar. Hann vill verjast og hann elskar að verjast. Allar tæklingarnar í leiknum við Chelsea vann hann snyrtilega,“ sagði Paul Parker.Paul Parker on Alexander-Arnold and Wan-Bissaka: “People talk about Trent, but he can’t defend like Wan-Bissaka, whose defending and positioning is very good. He wants to defend, he loves it. “I’m judging him as a defender. He's the best right-back in the Premier League."pic.twitter.com/294rL58yXt — CaughtOffside (@caughtoffside) August 13, 2019 Harry Maguire var valinn maður leiksins en Parker hefði alltaf valið Wan Bissaka. „Það er eins og hann sé búinn að vera þarna í mörg ár. Ég er að meta hann sem varnarmann og sem slíkur þá er hann besti hægri bakvörðurinn í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Parker. „Það er alltaf sett smá spurningarmerki við það þegar hann fer fram en hann mun læra það. Hann verður betri og betri í sóknarleiknum. Hann er að spila fyrir félag sem mun leyfa honum það,“ sagði Paul Parker. Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Manchester United byrjaði frábærlega í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og nýju mennirnir í vörninni, Harry Maguire og Aaron Wan-Bissaka, léku báðir sína fyrstu keppnisleiki. United gekk illa að halda hreinu á síðustu leiktíð en mætir greinilega með allt aðra og betri vörn eftir að hafa keypt miðvörðinn Maguire frá Leicester og bakvörðinn Wan-Bissaka frá Crystal Palace. Paul Parker þekkir vel til varnarleiks Manchester United enda spilaði hann sem bakvörður hjá félaginu í fimm ár frá 1991 til 1996. Parker tjáði sig sérstaklega um bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka í hlaðvarpsþættinum WeAreTheBusbyBoys. Parker er á því að Wan-Bissaka sé orðinn besti bakvörðurinn í ensku úrvalsdeildinni en United borgaði Crystal Palace 50 milljónir punda fyrir hann.?? Paul Parker: “People talk about the lad at Liverpool, Alexander-Arnold, but he can’t defend like Wan Bissaka, whose defending and positioning is very good. He wants to defend, he loves it. “I’m judging him as a defender. He's the best right-back in the Premier League." pic.twitter.com/1chcHNbFtr — Goal (@goal) August 12, 2019 „Ég hef sagt það mörgum sinnum að ég horfði oft á hann spila á síðustu leiktíð og ég er mjög hrifinn af því sem hann gerir,“ sagði Paul Parker við strákana í WeAreTheBusbyBoys hlaðvarpinu. „Fólk er að tala um þennan strák hjá Liverpool (Trent Alexander-Arnold) en hann getur ekki varist eins og Wan Bissaka. Varnarleikur og staðsetningar Wan Bissaka eru mjög góðar. Hann vill verjast og hann elskar að verjast. Allar tæklingarnar í leiknum við Chelsea vann hann snyrtilega,“ sagði Paul Parker.Paul Parker on Alexander-Arnold and Wan-Bissaka: “People talk about Trent, but he can’t defend like Wan-Bissaka, whose defending and positioning is very good. He wants to defend, he loves it. “I’m judging him as a defender. He's the best right-back in the Premier League."pic.twitter.com/294rL58yXt — CaughtOffside (@caughtoffside) August 13, 2019 Harry Maguire var valinn maður leiksins en Parker hefði alltaf valið Wan Bissaka. „Það er eins og hann sé búinn að vera þarna í mörg ár. Ég er að meta hann sem varnarmann og sem slíkur þá er hann besti hægri bakvörðurinn í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Parker. „Það er alltaf sett smá spurningarmerki við það þegar hann fer fram en hann mun læra það. Hann verður betri og betri í sóknarleiknum. Hann er að spila fyrir félag sem mun leyfa honum það,“ sagði Paul Parker.
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira