Enski boltinn

Eina enska félagið sem hefur orðið meistari meistaranna í Evrópu á þessari öld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mo Salah með Ofurbikarinn sem aðeins Liverpool hefur náð að vinna af ensku liðunum á þessari öld.
Mo Salah með Ofurbikarinn sem aðeins Liverpool hefur náð að vinna af ensku liðunum á þessari öld. Getty/MB Media/
Liverpool tryggði sér annan Evróputitil sinn á árinu 2019 þegar lærisveinar Jürgen Klopp unnu Ofurbikar UEFA í gær.Liverpool vann Chelea 5-4 í vítakeppni eftir að liðin höfðu gert 2-2 jafntefli. Chelsea komst yfir í fyrri hálfleik en Liverpool jafnaði í þeim síðari.

Liverpool komst yfir í framlengingunni en Chelsea jafnaði og tryggði sér vítakeppni. Þar skoruðu liðin úr níu fyrstu spyrnum eða allt þar til að Adrian varði frá Chelsea manninum  Tammy Abraham.Leikmenn Liverpool fögnuðu þar með fyrsta titlinum á tímabilið 2019-20 en liðið var þegar búið að tapa einum titli í vítakeppni í leiknum um Samfélagsskjöldinn á móti Manchester City.Það átti kannski að koma mörgum á óvart að Liverpool tæki þennan leik í gær. Það lítur hreinlega út fyrir að aðeins eitt enskt félag geti hreinlega unnið þennan Ofurbikar UEFA síðan að ný öld rann í garð.Liverpool varð þarna meistari meistaranna í Evrópu í þriðja sinn á 21. öldinni. Auk þess að vinna Chelsea í gær þá vann rússneska liðið CSKA Moskvu í úrslitaleiknum 2005 og þýska liðið Bayern í úrslitaleiknum 2001.Frá árinu 2000 hefur engu ensku félagi fyrir utan Liverpool tekist að verða meistaranna í Evrópu.Chelsea var að tapa þessum leik í þriðja sinn á sjö árum (einnig 2012 og 2013) og Manchester United tapaði bæði á móti Zenit frá Sánkti Pétursborg árið 2008 og á móti Real Madrid árið 2017.Félög sem hafa orðið meistara meistaranna í Evrópu á 21. öldinni:

Real Madrid 4 sinnum ( 2002, 2014, 2016, 2017)    

Liverpool 3 sinnum (2001, 2005, 2019)

Barcelona 3 sinnum (2009, 2011, 2015)

Atlético Madrid 3 sinnum (2010, 2012, 2018)

AC Milan 2 sinnum (2003, 2007)

Galatasaray 1 sinni (2000)

Valencia 1 sinni (2004)

Sevilla 1 sinni (2006)

Zenit Sánkti Pétursborg 1 sinni (2008)

Bayern München 1 sinni (2013)

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.