573 mánuðir og 22 dagar síðan Víkingar komust síðast í bikarúrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 14:30 Kári Árnason. Vísir/Daníel Víkingar eiga í kvöld möguleika á því að gera það sem engum öðrum leikmanni félagsins hefur tekist í tæp 48 ár sem er að koma félaginu í bikarúrslitaleikinn. Víkingar komust síðast í bikarúrslitaleikinn 24. október 1971 þegar þeir unnu 2-0 sigur á Skagamönnum á Melavellinum en í þá daga fór öll bikarkeppnin fram eftir að Íslandsmótinu lauk. Gunnar Gunnarsson og Páll Björgvinsson skoruðu mörk Víkinga í þessum leik en Páll átti síðar eftir að vera lykilmaður í gullaldarliði Víkinga í handboltanum. Víkingsliðið var þarna í b-deildinni en komst upp þetta sama sumar og var því í raun orðið A-deildarlið þegar liðið keppti í bikarkeppninni. Víkingar gerðu gott betur en að komast í úrslitaleikinn því þar unnu þeir 1-0 sigur á Breiðabliki en bikarúrslitaleikurinn fór fram 9. nóvember 1971 á umræddum Melavelli. Jón Ólafsson skoraði sigurmarkið með þrumuskalla. Síðan að Víkinga unnu síðast undanúrslitaleik í bikarkeppni karla í knattspyrnu eru liðnir 573 mánuðir og 22 dagar eða samtals 17.462 dagar. Víkingar hafa frá þessum sigri í október 1971 komist sex sinnum í undanúrslit bikarkeppninnar en tapað í öll sex skiptin. Víkingar töpuðu í undanúrslitunum 1974 á móti Val (1-2), 1982 á móti ÍA (1-2), 1988 á móti Val (0-1), 1990 á móti Val (0-2), 2006 á móti Keflavík (0-2) og loks 2014 á móti Keflavík 4-2 í vítakeppni. Öll liðin sem hafa unnið Víkingsliðið í venjulegum leiktíma í undanúrslitum hafa síðan orðið bikarmeistarar í framhaldinu eða lið Vals 1974, lið ÍA 1982, lið Vals 1988, lið Vals 1990 og lið Keflavíkur 2006.Þegar Víkingar unnu síðast undanúrslitaleik í bikarkeppninni þá ... ... voru enn tæp 11 ár í að elsti leikmaður Víkinga í dag fæddist (Kári Árnason) ... var Kristján Eldjárn forseti Íslands ... var hringvegurinn ekki fullgerður ... var Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra Íslands ... var Geir Hallgrímsson borgarstjóri Reykjavíkur ... hafði Ásgeir Sigurvinsson ekki leikið landsleik fyrir Ísland ... var BogdanKowalczyk markvörður hjá pólska handboltaliðinu SlaskWroclaw ... voru Keflvíkingar ríkjandi Íslandsmeistarar í knattspyrnu ... þá hafði ekkert félag orðið Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu ... þá var George Best allt í öllu í liði ManchesterUnited ... þá var Pelé enn að spila á fullu með liði Santos í Brasilíu ... þá var Trúbrot nýbúin að gefa út Lifun ... þá var Guðjón Þórðarson ekki búinn að spila meistaraflokksleik fyrir ÍA Mjólkurbikarinn Reykjavík Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Víkingar eiga í kvöld möguleika á því að gera það sem engum öðrum leikmanni félagsins hefur tekist í tæp 48 ár sem er að koma félaginu í bikarúrslitaleikinn. Víkingar komust síðast í bikarúrslitaleikinn 24. október 1971 þegar þeir unnu 2-0 sigur á Skagamönnum á Melavellinum en í þá daga fór öll bikarkeppnin fram eftir að Íslandsmótinu lauk. Gunnar Gunnarsson og Páll Björgvinsson skoruðu mörk Víkinga í þessum leik en Páll átti síðar eftir að vera lykilmaður í gullaldarliði Víkinga í handboltanum. Víkingsliðið var þarna í b-deildinni en komst upp þetta sama sumar og var því í raun orðið A-deildarlið þegar liðið keppti í bikarkeppninni. Víkingar gerðu gott betur en að komast í úrslitaleikinn því þar unnu þeir 1-0 sigur á Breiðabliki en bikarúrslitaleikurinn fór fram 9. nóvember 1971 á umræddum Melavelli. Jón Ólafsson skoraði sigurmarkið með þrumuskalla. Síðan að Víkinga unnu síðast undanúrslitaleik í bikarkeppni karla í knattspyrnu eru liðnir 573 mánuðir og 22 dagar eða samtals 17.462 dagar. Víkingar hafa frá þessum sigri í október 1971 komist sex sinnum í undanúrslit bikarkeppninnar en tapað í öll sex skiptin. Víkingar töpuðu í undanúrslitunum 1974 á móti Val (1-2), 1982 á móti ÍA (1-2), 1988 á móti Val (0-1), 1990 á móti Val (0-2), 2006 á móti Keflavík (0-2) og loks 2014 á móti Keflavík 4-2 í vítakeppni. Öll liðin sem hafa unnið Víkingsliðið í venjulegum leiktíma í undanúrslitum hafa síðan orðið bikarmeistarar í framhaldinu eða lið Vals 1974, lið ÍA 1982, lið Vals 1988, lið Vals 1990 og lið Keflavíkur 2006.Þegar Víkingar unnu síðast undanúrslitaleik í bikarkeppninni þá ... ... voru enn tæp 11 ár í að elsti leikmaður Víkinga í dag fæddist (Kári Árnason) ... var Kristján Eldjárn forseti Íslands ... var hringvegurinn ekki fullgerður ... var Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra Íslands ... var Geir Hallgrímsson borgarstjóri Reykjavíkur ... hafði Ásgeir Sigurvinsson ekki leikið landsleik fyrir Ísland ... var BogdanKowalczyk markvörður hjá pólska handboltaliðinu SlaskWroclaw ... voru Keflvíkingar ríkjandi Íslandsmeistarar í knattspyrnu ... þá hafði ekkert félag orðið Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu ... þá var George Best allt í öllu í liði ManchesterUnited ... þá var Pelé enn að spila á fullu með liði Santos í Brasilíu ... þá var Trúbrot nýbúin að gefa út Lifun ... þá var Guðjón Þórðarson ekki búinn að spila meistaraflokksleik fyrir ÍA
Mjólkurbikarinn Reykjavík Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira