Íslenski boltinn

573 mánuðir og 22 dagar síðan Víkingar komust síðast í bikarúrslit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Árnason.
Kári Árnason. Vísir/Daníel

Víkingar eiga í kvöld möguleika á því að gera það sem engum öðrum leikmanni félagsins hefur tekist í tæp 48 ár sem er að koma félaginu í bikarúrslitaleikinn.

Víkingar komust síðast í bikarúrslitaleikinn 24. október 1971 þegar þeir unnu 2-0 sigur á Skagamönnum á Melavellinum en í þá daga fór öll bikarkeppnin fram eftir að Íslandsmótinu lauk.

Gunnar Gunnarsson og Páll Björgvinsson skoruðu mörk Víkinga í þessum leik en Páll átti síðar eftir að vera lykilmaður í gullaldarliði Víkinga í handboltanum. Víkingsliðið var þarna í b-deildinni en komst upp þetta sama sumar og var því í raun orðið A-deildarlið þegar liðið keppti í bikarkeppninni.

Víkingar gerðu gott betur en að komast í úrslitaleikinn því þar unnu þeir 1-0 sigur á Breiðabliki en bikarúrslitaleikurinn fór fram 9. nóvember 1971 á umræddum Melavelli. Jón Ólafsson skoraði sigurmarkið  með þrumuskalla.

Síðan að Víkinga unnu síðast undanúrslitaleik í bikarkeppni karla í knattspyrnu eru liðnir 573 mánuðir og 22 dagar eða samtals 17.462 dagar. Víkingar hafa frá þessum sigri í október 1971 komist sex sinnum í undanúrslit bikarkeppninnar en tapað í öll sex skiptin.

Víkingar töpuðu í undanúrslitunum 1974 á móti Val (1-2), 1982 á móti ÍA (1-2), 1988 á móti Val (0-1), 1990 á móti Val (0-2), 2006 á móti Keflavík (0-2) og loks 2014 á móti Keflavík 4-2 í vítakeppni.

Öll liðin sem hafa unnið Víkingsliðið í venjulegum leiktíma í undanúrslitum hafa síðan orðið bikarmeistarar í framhaldinu eða lið Vals 1974, lið ÍA 1982, lið Vals 1988, lið Vals 1990 og lið Keflavíkur 2006.

Þegar Víkingar unnu síðast undanúrslitaleik í bikarkeppninni þá ...

... voru enn tæp 11 ár í að elsti leikmaður Víkinga í dag fæddist (Kári Árnason)
... var Kristján Eldjárn forseti Íslands
... var hringvegurinn ekki fullgerður
... var Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra Íslands
... var Geir Hallgrímsson borgarstjóri Reykjavíkur
... hafði Ásgeir Sigurvinsson ekki leikið landsleik fyrir Ísland
... var Bogdan Kowalczyk markvörður hjá pólska handboltaliðinu Slask Wroclaw
... voru Keflvíkingar ríkjandi Íslandsmeistarar í knattspyrnu
... þá hafði ekkert félag orðið Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu
... þá var George Best allt í öllu í liði Manchester United
... þá var Pelé enn að spila á fullu með liði Santos í Brasilíu
... þá var Trúbrot nýbúin að gefa út Lifun
... þá var Guðjón Þórðarson ekki búinn að spila meistaraflokksleik fyrir ÍAAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.