Enski boltinn

Bið Huddersfield eftir sigri lengist enn | Unnu síðast 26. febrúar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leiknum á John Smith's vellinum í kvöld.
Úr leiknum á John Smith's vellinum í kvöld. vísir/getty

Ivan Cavaleiro, lánsmaður frá Wolves, tryggði Fulham sigur á Huddersfield Town, 1-2, í ensku B-deildinni í kvöld. Bæði liðin féllu úr ensku úrvalsdeildinni síðasta vor.

Þetta var annar sigur Fulham í röð en liðið er í 3. sæti deildarinnar með sex stig. Huddersfield er hins vegar aðeins með eitt stig eftir fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu.

Huddersfield vann síðast leik 26. febrúar þegar liðið bar sigurorð af Wolves, 1-0. Síðan er liðinn 171 dagur, eða tæpir sex mánuðir.

Stuðningsmenn Huddersfield eru eðlilega þreyttir á ástandinu og púuðu á leikmenn liðsins í leikslok.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 51. mínútu kom Aleksandar Mitrovic Fulham yfir. Sex mínútum síðar jafnaði Karlan Ahearne-Grant fyrir Huddersfield.

Þegar tíu mínútur voru til leiksloka tryggði Cavaleiro Fulham svo stigin þrjú með laglegu marki. Lokatölur 1-2, Fulham í vil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.