Fótbolti

Bayern staðfestir að félagið fái Coutinho á láni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Coutinho varð tvisvar sinnum Spánarmeistari með Barcelona.
Coutinho varð tvisvar sinnum Spánarmeistari með Barcelona. vísir/getty

Bayern München staðfesti á Twitter að félagið hefði náð samkomulagi við Barcelona um að fá Philippe Coutinho á láni út tímabilið. Að því loknu á Bayern svo forkaupsrétt á Coutinho.


Brassinn varð dýrasti leikmaður í sögu Barcelona þegar félagið keypti hann frá Liverpool fyrir 142 milljónir punda í ársbyrjun 2018.

Coutinho gekk illa að festa sig í sessi hjá Barcelona og staða hans þrengdist enn frekar þegar félagið keypti Antoine Griezmann frá Atlético Madrid í sumar. Þá hefur landi Coutinhos, Neymar, verið orðaður við Barcelona í allt sumar.

Coutinho, sem varð Suður-Ameríkumeistari með Brasilíu í sumar, varð tvisvar sinnum Spánarmeistari með Barcelona.

Bayern gerði 2-2 jafntefli við Herthu Berlin í upphafsleik þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Barcelona tapaði hins vegar fyrir Athletic Bilbao, 1-0, í upphafsleik spænsku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.