Fótbolti

Coutinho á leiðinni til Bayern á láni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Coutinho hefur væntanlega leikið sinn síðasta leik fyrir Barcelona.
Coutinho hefur væntanlega leikið sinn síðasta leik fyrir Barcelona. vísir/getty
Barcelona hefur samþykkt að lána Brasilíumanninn Philippe Coutinho til Bayern München. Lánssamningurinn gildir til loka tímabilsins. Bayern á svo forkaupsrétt á Coutinho að tímabilinu loknu.Brassinn er ekki í leikmannahópi Barcelona sem sækir Athletic Bilbao heim í upphafsleik spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.Ekki er lengur pláss fyrir Coutinho hjá Barcelona sem keypti hann frá Liverpool fyrir 142 milljónir punda í janúar 2018.Coutinho hefur tvisvar sinnum orðið spænskur meistari með Barcelona. Hann hefur leikið 75 leiki fyrir liðið og skorað 21 mark.Nú stendur yfir leikur Bayern München og Herthu Berlin í 1. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar. Bayern hefur orðið Þýskalandsmeistari sjö ár í röð.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.