Fótbolti

Coutinho á leiðinni til Bayern á láni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Coutinho hefur væntanlega leikið sinn síðasta leik fyrir Barcelona.
Coutinho hefur væntanlega leikið sinn síðasta leik fyrir Barcelona. vísir/getty

Barcelona hefur samþykkt að lána Brasilíumanninn Philippe Coutinho til Bayern München. Lánssamningurinn gildir til loka tímabilsins. Bayern á svo forkaupsrétt á Coutinho að tímabilinu loknu.

Brassinn er ekki í leikmannahópi Barcelona sem sækir Athletic Bilbao heim í upphafsleik spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Ekki er lengur pláss fyrir Coutinho hjá Barcelona sem keypti hann frá Liverpool fyrir 142 milljónir punda í janúar 2018.

Coutinho hefur tvisvar sinnum orðið spænskur meistari með Barcelona. Hann hefur leikið 75 leiki fyrir liðið og skorað 21 mark.

Nú stendur yfir leikur Bayern München og Herthu Berlin í 1. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar. Bayern hefur orðið Þýskalandsmeistari sjö ár í röð.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.