Fótbolti

Tvö mörk Lewandowski dugðu Bayern ekki til sigurs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lewandowski skoraði tvö mörk í upphafsleik þýsku úrvalsdeildarinnar.
Lewandowski skoraði tvö mörk í upphafsleik þýsku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty

Bayern München hóf titilvörn sína með því að gera jafntefli við Herthu Berlin, 2-2, í upphafsleik þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Bæjarar hafa orðið þýskir meistarar sjö ár í röð.

Robert Lewandowski kom Bayern yfir með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Serge Gnabry á 24. mínútu.

Á 36. mínútu jafnaði Vedad Ibisevic þegar skot Dodis Lukebakio fór í bakið á honum og í netið.

Tveimur mínútum síðar slapp Marko Grujic, lánsmaður frá Liverpool, inn fyrir vörn Bayern, lék á Manuel Neuer og skoraði. Tvö mörk á þremur mínútum hjá gestunum frá Berlín.

Á 60. mínútu reif Grujic Lewandowski niður í teignum og vítaspyrna var dæmd. Pólverjinn fór á punktinn og skoraði af öryggi. Lewandowski hefur orðið markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar tvö ár í röð og byrjar þetta tímabil af krafti.

Næsti leikur Bayern er gegn Schalke á útivelli á laugardaginn í næstu viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.