Stórkostlegt mark Aduriz tryggði Bilbao sigur á Barcelona | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hetja kvöldsins, Artiz Aduriz.
Hetja kvöldsins, Artiz Aduriz. vísir/getty
Hinn 38 ára Aritz Aduriz tryggði Athletic Bilbao sigur á Spánarmeisturum Barcelona með stórkostlegu marki í upphafsleik spænsku úrvalsdeildarinnar á Sam Mamés í kvöld. Lokatölur 1-0, Athletic Bilbao í vil.Aduriz kom inn á sem varamaður á 88. mínútu. Aðeins mínútu síðar klippti hann boltann glæsilega í netið eftir fyrirgjöf frá Ander Capa. Þetta var fyrsta snerting Aduriz eftir að hann kom inn á. Markið má sjá hér fyrir neðan.Lionel Messi var ekki með Barcelona í kvöld og Luis Suárez fór meiddur af velli á 37. mínútu. Skömmu áður hafði hann átt skot í stöngina. Rafinha kom inn á fyrir Suárez og hann átti skot í slá á 44. mínútu.Baskarnir fengu einnig sín færi í fyrri hálfleik en Marc-André ter Stegen varði tvisvar vel í marki gestanna.Fátt markvert gerðist í seinni hálfleik þangað til Aduriz skoraði markið glæsilega.Antoine Griezmann og Frenkie de Jong léku báðir sinn fyrsta deildarleik fyrir Barcelona í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.