Enski boltinn

Bamford skaut Leeds á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tveggja marka maðurinn Patrick Bamford.
Tveggja marka maðurinn Patrick Bamford. vísir/getty

Patrick Bamford skoraði bæði mörk Leeds United í 0-2 sigri á Wigan Athletic í 3. umferð ensku B-deildarinnar í dag.

Leeds er á toppi deildarinnar með sjö stig líkt og nýliðar Charlton Athletic, West Brom og Millwall sem Jón Daði Böðvarsson leikur með.

Selfyssingurinn kom reyndar ekkert við sögu þegar Millwall vann 1-0 sigur á Sheffield Wednesday á heimavelli. Millwall var manni færri frá 43. mínútu þegar Jed Wallace var rekinn af velli.

Patrik Sigurður Gunnarsson og Kolbeinn Finnsson voru ekki í leikmannahópi Brentford sem gerði 1-1 jafntefli við Hull City á heimavelli.

Derby County, sem var hársbreidd frá því að komast upp í ensku úrvalsdeildina í vor, gerði 2-2 jafntefli við Stoke City sem hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.