Íslenski boltinn

Dómararnir gáfu Bóasi ný spjöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bóas ásamt leikmönnum KR á sigurstund.
Bóas ásamt leikmönnum KR á sigurstund. vísir/bára

Bóas, hinn eldheiti stuðningsmaður KR, fékk góða gjöf í kvöld.

Fyrir viðureign KR og Víkings R. á Meistaravöllum afhentu dómarar leiksins Bóasi ný spjöld, bæði gult og rautt.

Bóas er jafnan vopnaður spjöldum á leikjum KR og er ófeiminn að lyfta þeim ef honum finnst brotið á sínum mönnum.

KR birti skemmtilega mynd af Bóasi með nýju spjöldin á Twitter. Hana má sjá hér fyrir neðan.


Bóas fékk ekki bara ný spjöld í kvöld heldur sá hann sína menn vinna 1-0 sigur. Kristján Flóki Finnbogason skoraði eina mark leiksins.

KR er með níu stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.