Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr stórleiknum í Kópavogi og mark Kristjáns Flóka á Meistaravöllum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Blikar fagna Brynjólfi Darra eftir að hann kom þeim í 3-2 gegn Valsmönnum.
Blikar fagna Brynjólfi Darra eftir að hann kom þeim í 3-2 gegn Valsmönnum. vísir/bára

Sautjándu umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í kvöld með tveimur leikjum. Í Kópavoginum gerðu Breiðablik og Valur 3-3 jafntefli og í vesturbæ Reykjavík vann KR Víking R., 1-0.

Leikur Breiðabliks og Vals var mikil skemmtun. Valur komst í 2-0 eftir 19 mínútur með mörkum Birkis Más Sævarssonar og Patricks Pedersen.

En Breiðablik jafnaði með mörkum Brynjólfs Darra Willumssonar og Andra Rafns Yeoman á fjögurra mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks.

Á 60. mínútu kom Brynjólfur Darri Blikum yfir með sínu öðru marki. Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, átti hins vegar síðasta orðið þegar hann jafnaði á 69. mínútu. Lokatölur 3-3.

Valur er í 6. sæti deildarinnar með 24 stig. Breiðablik er í 2. sætinu með 30 stig, níu stigum á eftir toppliði KR.

Kristján Flóki Finnbogason tryggði KR-ingum sigur á Víkingum með marki á 41. mínútu. Hann slapp þá í gegnum vörn Víkings eftir frábæra sendingu Kristins Jónssonar.

Víkingur er í 10. sæti deildarinnar með 19 stig, einu stigi frá fallsæti.

Mörkin sjö úr leikjum kvöldsins má sjá hér fyrir neðan.

Breiðablik 3-3 Valur

Klippa: Breiðablik 3-3 Valur
 

KR 1-0 Víkingur

Klippa: KR 1-0 Víkingur
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.