Íslenski boltinn

Meira en hálf milljón safnaðist á leik í 3.deildinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Af æfingu hjá Kórdrengjum
Af æfingu hjá Kórdrengjum FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Rúm hálf milljón króna safnaðist þegar KV og Kórdrengir öttu kappi í 3.deildinni í fótbolta á dögunum en allur ágóði leiksins rann til góðgerðarmála.

Þau Baldvin Rúnarsson, Bjarki Már Sigvaldason og Fanney Eiríksdóttir féllu frá eftir baráttu við krabbamein í sumar en þau voru öll tengd inn í knattspyrnusamfélagið á Íslandi með einum eða öðrum hætti.

Leikurinn var leikinn á heimavelli KV í Vesturbæ Reykjavíkur þann 10.júlí síðastliðinn en félögin tóku sig saman í aðdraganda leiksins og ákváðu að allur aðgangseyrir myndi renna til góðgerðarmála. Að auki var áhorfendum boðið að greiða frjálsa upphæð.

Í tilkynningu frá félögunum segir að heildarupphæðin sem safnaðist hafi verið 530.500 krónur og hafa þau því lagt 176.834 krónur inn á hvert málefni. Hvetja þau jafnramt önnur félög til þess að sameina íþróttir og góðgerðarmál en Kórdrengir hafa verið sérstaklega ötulir við það.





Stjörnum prýtt lið Kórdrengja nálgast 2.deildinaKórdrengir unnu leikinn með þremur mörkum gegn tveimur mörkum Vesturbæinga en KV komst í 2-0 áður en Kórdrengir hlóðu í svakalega endurkomu.

Kórdrengir eru á toppi 3.deildar og stefnir allt í að liðið vinni sér sæti í 2.deild á næstu leiktíð.

KV í 3.sæti, sex stigum frá 2.sætinu en leikinn á milli KV og Kórdrengja spiluðu margir leikmenn með reynslu úr úrvalsdeild hér á landi. Ber helsta að nefna Björgólf Takefusa í KV og Ingvar Þór Kale, Magnús Þóri Matthíasson og Einar Orra Einarsson hjá Kórdrengjum.


Tengdar fréttir

Fanney Eiríksdóttir látin

Fanney Eiríksdóttir lést í nótt á líknardeild Landspítalans eftir tæplega árs baráttu við leghálskrabbamein. Hún lætur eftir sig eiginmann og tvö börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×