Fyrir 34 árum vígðu þeir fyrsta gervigrasið á Íslandi en í kvöld komast þeir „loksins“ í beina á Stöð 2 Sport Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 13:30 Steve Foster var áberandi á vellinum með þykka hvíta hárbandið sitt. Hann spilaði á gervigrasinu í Laugardal fyrir að verða 35 árum síðan. Getty/Bob Thomas Enska knattspyrnutímabilið 2019-20 fer af stað í kvöld með fyrsta leiknum í ensku b-deildinni en þá taka nýliðar Luton Town á móti Middlesbrough. Leikurinn fer fram á heimavelli Luton Town Football Club sem heitir Kenilworth Road og hefur heimavöllur þessa fornfræga félagsins síðan 1905 eða í miklu meira en hundrað ár. Leikur Luton Town og Middlesbrough hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport mun sýna ensku b-deildina í beinni í allan vetur. Bæði liðin eru með nýja knattspyrnustjóra. Graeme Jones, fyrrum aðstoðarmaður Roberto Martinez hjá belgíska landsliðinu, er tekinn við Luton og þá er Jonathan Woodgate nýr stjóri Middlesbrough. Það vita kannski ekki allir að Luton Town er enskt lið með mjög sterka Íslandstengingu enda spilaði liðið sögulegan frostleik á Íslandi fyrir að verða 35 árum síðan.Frétt Þjóðviljans um leikinn.Skjámynd/Þjóðviljinn 22. janúar 1985Þegar gervigrasið í Laugardal, fyrsti gervigrasvöllur á Íslandi, var vígt sunnudaginn 20. janúar 1985 þá mættu leikmenn Luton Town til Íslands og spiluðu við Reykjavíkurúrvalið. Í dag fara ensku liðin oft í frí í sólina á Spáni eða við Persaflóann en þessu frí þá skelltu leikmenn enska félagsins sér norður í kuldann í Reykjavík. Eftir leikinn mátti sjá fyrirsagnir í íslensku blöðunum eins og „Völlurinn átti leikinn“ eða „Berlæraðir Luton-menn unnu kappklædda Reykvíkinga“ og „Þetta hefur verið ævintýraferð". Á þessum tíma var Luton Town í efstu deild og liðið hélt sér þar þangað til í byrjun tíunda áratugarins þegar fór að ganga mun verr. Liðið náði sem dæmi sjöunda sæti í efstu deild 1986-87 og vann enska deildabikarinn vorið 1988 eftir 3-2 sigur á Arsenal í úrslitaleik.Frétt Morgunblaðsins um leikinn.Skjámynd/Morgunblaðið 22. janúar 1985Luton Town féll úr efstu deild vorið fyrir að enska úrvalsdeildin var stofnuð eða vorið 1992. Liðið varð b-deildarlið í fjögur tímabil en féll síðan niður í C-deildina vorið 1996. Í byrjun nýrrar aldar gekk ekkert betur og Luton Town var um tíma e-deildarlið. Luton Town er hins vegar á mikilli uppleið þessi misserin og hefur komist upp tvö tímabil í röð. Liðið var í D-deildinni 2017-18, vann C-deildina í voru og spilar í b-deildinni í fyrsta sinn í tólf ár í vetur. Í kvöld spilar liðið langþráðan leik í b-deildinni eða þann fyrsta síðan 2006-07 tímabilið. Það þarf heldur ekki að taka það fram að Luton Town er í fyrsta sinn í beinni á Stöð 2 Sport og kannski í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi síðan þennan kalda dag í janúarmánuði fyrir að verða 35 árum síðan.Af forsíðu DV.Skjámynd/DV 21. janúar 1985 Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Enska knattspyrnutímabilið 2019-20 fer af stað í kvöld með fyrsta leiknum í ensku b-deildinni en þá taka nýliðar Luton Town á móti Middlesbrough. Leikurinn fer fram á heimavelli Luton Town Football Club sem heitir Kenilworth Road og hefur heimavöllur þessa fornfræga félagsins síðan 1905 eða í miklu meira en hundrað ár. Leikur Luton Town og Middlesbrough hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport mun sýna ensku b-deildina í beinni í allan vetur. Bæði liðin eru með nýja knattspyrnustjóra. Graeme Jones, fyrrum aðstoðarmaður Roberto Martinez hjá belgíska landsliðinu, er tekinn við Luton og þá er Jonathan Woodgate nýr stjóri Middlesbrough. Það vita kannski ekki allir að Luton Town er enskt lið með mjög sterka Íslandstengingu enda spilaði liðið sögulegan frostleik á Íslandi fyrir að verða 35 árum síðan.Frétt Þjóðviljans um leikinn.Skjámynd/Þjóðviljinn 22. janúar 1985Þegar gervigrasið í Laugardal, fyrsti gervigrasvöllur á Íslandi, var vígt sunnudaginn 20. janúar 1985 þá mættu leikmenn Luton Town til Íslands og spiluðu við Reykjavíkurúrvalið. Í dag fara ensku liðin oft í frí í sólina á Spáni eða við Persaflóann en þessu frí þá skelltu leikmenn enska félagsins sér norður í kuldann í Reykjavík. Eftir leikinn mátti sjá fyrirsagnir í íslensku blöðunum eins og „Völlurinn átti leikinn“ eða „Berlæraðir Luton-menn unnu kappklædda Reykvíkinga“ og „Þetta hefur verið ævintýraferð". Á þessum tíma var Luton Town í efstu deild og liðið hélt sér þar þangað til í byrjun tíunda áratugarins þegar fór að ganga mun verr. Liðið náði sem dæmi sjöunda sæti í efstu deild 1986-87 og vann enska deildabikarinn vorið 1988 eftir 3-2 sigur á Arsenal í úrslitaleik.Frétt Morgunblaðsins um leikinn.Skjámynd/Morgunblaðið 22. janúar 1985Luton Town féll úr efstu deild vorið fyrir að enska úrvalsdeildin var stofnuð eða vorið 1992. Liðið varð b-deildarlið í fjögur tímabil en féll síðan niður í C-deildina vorið 1996. Í byrjun nýrrar aldar gekk ekkert betur og Luton Town var um tíma e-deildarlið. Luton Town er hins vegar á mikilli uppleið þessi misserin og hefur komist upp tvö tímabil í röð. Liðið var í D-deildinni 2017-18, vann C-deildina í voru og spilar í b-deildinni í fyrsta sinn í tólf ár í vetur. Í kvöld spilar liðið langþráðan leik í b-deildinni eða þann fyrsta síðan 2006-07 tímabilið. Það þarf heldur ekki að taka það fram að Luton Town er í fyrsta sinn í beinni á Stöð 2 Sport og kannski í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi síðan þennan kalda dag í janúarmánuði fyrir að verða 35 árum síðan.Af forsíðu DV.Skjámynd/DV 21. janúar 1985
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira