Fyrir 34 árum vígðu þeir fyrsta gervigrasið á Íslandi en í kvöld komast þeir „loksins“ í beina á Stöð 2 Sport Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 13:30 Steve Foster var áberandi á vellinum með þykka hvíta hárbandið sitt. Hann spilaði á gervigrasinu í Laugardal fyrir að verða 35 árum síðan. Getty/Bob Thomas Enska knattspyrnutímabilið 2019-20 fer af stað í kvöld með fyrsta leiknum í ensku b-deildinni en þá taka nýliðar Luton Town á móti Middlesbrough. Leikurinn fer fram á heimavelli Luton Town Football Club sem heitir Kenilworth Road og hefur heimavöllur þessa fornfræga félagsins síðan 1905 eða í miklu meira en hundrað ár. Leikur Luton Town og Middlesbrough hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport mun sýna ensku b-deildina í beinni í allan vetur. Bæði liðin eru með nýja knattspyrnustjóra. Graeme Jones, fyrrum aðstoðarmaður Roberto Martinez hjá belgíska landsliðinu, er tekinn við Luton og þá er Jonathan Woodgate nýr stjóri Middlesbrough. Það vita kannski ekki allir að Luton Town er enskt lið með mjög sterka Íslandstengingu enda spilaði liðið sögulegan frostleik á Íslandi fyrir að verða 35 árum síðan.Frétt Þjóðviljans um leikinn.Skjámynd/Þjóðviljinn 22. janúar 1985Þegar gervigrasið í Laugardal, fyrsti gervigrasvöllur á Íslandi, var vígt sunnudaginn 20. janúar 1985 þá mættu leikmenn Luton Town til Íslands og spiluðu við Reykjavíkurúrvalið. Í dag fara ensku liðin oft í frí í sólina á Spáni eða við Persaflóann en þessu frí þá skelltu leikmenn enska félagsins sér norður í kuldann í Reykjavík. Eftir leikinn mátti sjá fyrirsagnir í íslensku blöðunum eins og „Völlurinn átti leikinn“ eða „Berlæraðir Luton-menn unnu kappklædda Reykvíkinga“ og „Þetta hefur verið ævintýraferð". Á þessum tíma var Luton Town í efstu deild og liðið hélt sér þar þangað til í byrjun tíunda áratugarins þegar fór að ganga mun verr. Liðið náði sem dæmi sjöunda sæti í efstu deild 1986-87 og vann enska deildabikarinn vorið 1988 eftir 3-2 sigur á Arsenal í úrslitaleik.Frétt Morgunblaðsins um leikinn.Skjámynd/Morgunblaðið 22. janúar 1985Luton Town féll úr efstu deild vorið fyrir að enska úrvalsdeildin var stofnuð eða vorið 1992. Liðið varð b-deildarlið í fjögur tímabil en féll síðan niður í C-deildina vorið 1996. Í byrjun nýrrar aldar gekk ekkert betur og Luton Town var um tíma e-deildarlið. Luton Town er hins vegar á mikilli uppleið þessi misserin og hefur komist upp tvö tímabil í röð. Liðið var í D-deildinni 2017-18, vann C-deildina í voru og spilar í b-deildinni í fyrsta sinn í tólf ár í vetur. Í kvöld spilar liðið langþráðan leik í b-deildinni eða þann fyrsta síðan 2006-07 tímabilið. Það þarf heldur ekki að taka það fram að Luton Town er í fyrsta sinn í beinni á Stöð 2 Sport og kannski í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi síðan þennan kalda dag í janúarmánuði fyrir að verða 35 árum síðan.Af forsíðu DV.Skjámynd/DV 21. janúar 1985 Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Enska knattspyrnutímabilið 2019-20 fer af stað í kvöld með fyrsta leiknum í ensku b-deildinni en þá taka nýliðar Luton Town á móti Middlesbrough. Leikurinn fer fram á heimavelli Luton Town Football Club sem heitir Kenilworth Road og hefur heimavöllur þessa fornfræga félagsins síðan 1905 eða í miklu meira en hundrað ár. Leikur Luton Town og Middlesbrough hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport mun sýna ensku b-deildina í beinni í allan vetur. Bæði liðin eru með nýja knattspyrnustjóra. Graeme Jones, fyrrum aðstoðarmaður Roberto Martinez hjá belgíska landsliðinu, er tekinn við Luton og þá er Jonathan Woodgate nýr stjóri Middlesbrough. Það vita kannski ekki allir að Luton Town er enskt lið með mjög sterka Íslandstengingu enda spilaði liðið sögulegan frostleik á Íslandi fyrir að verða 35 árum síðan.Frétt Þjóðviljans um leikinn.Skjámynd/Þjóðviljinn 22. janúar 1985Þegar gervigrasið í Laugardal, fyrsti gervigrasvöllur á Íslandi, var vígt sunnudaginn 20. janúar 1985 þá mættu leikmenn Luton Town til Íslands og spiluðu við Reykjavíkurúrvalið. Í dag fara ensku liðin oft í frí í sólina á Spáni eða við Persaflóann en þessu frí þá skelltu leikmenn enska félagsins sér norður í kuldann í Reykjavík. Eftir leikinn mátti sjá fyrirsagnir í íslensku blöðunum eins og „Völlurinn átti leikinn“ eða „Berlæraðir Luton-menn unnu kappklædda Reykvíkinga“ og „Þetta hefur verið ævintýraferð". Á þessum tíma var Luton Town í efstu deild og liðið hélt sér þar þangað til í byrjun tíunda áratugarins þegar fór að ganga mun verr. Liðið náði sem dæmi sjöunda sæti í efstu deild 1986-87 og vann enska deildabikarinn vorið 1988 eftir 3-2 sigur á Arsenal í úrslitaleik.Frétt Morgunblaðsins um leikinn.Skjámynd/Morgunblaðið 22. janúar 1985Luton Town féll úr efstu deild vorið fyrir að enska úrvalsdeildin var stofnuð eða vorið 1992. Liðið varð b-deildarlið í fjögur tímabil en féll síðan niður í C-deildina vorið 1996. Í byrjun nýrrar aldar gekk ekkert betur og Luton Town var um tíma e-deildarlið. Luton Town er hins vegar á mikilli uppleið þessi misserin og hefur komist upp tvö tímabil í röð. Liðið var í D-deildinni 2017-18, vann C-deildina í voru og spilar í b-deildinni í fyrsta sinn í tólf ár í vetur. Í kvöld spilar liðið langþráðan leik í b-deildinni eða þann fyrsta síðan 2006-07 tímabilið. Það þarf heldur ekki að taka það fram að Luton Town er í fyrsta sinn í beinni á Stöð 2 Sport og kannski í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi síðan þennan kalda dag í janúarmánuði fyrir að verða 35 árum síðan.Af forsíðu DV.Skjámynd/DV 21. janúar 1985
Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira