Enski boltinn

Bayern þarf að gera Sané að einum dýrasta leikmanni allra tíma til að fá hann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sané hefur tvisvar sinnum orðið Englandsmeistari með Manchester City.
Sané hefur tvisvar sinnum orðið Englandsmeistari með Manchester City. vísir/getty
Bayern München þarf að punga út um 135 milljónum punda ef félagið ætlar að landa Leroy Sané, leikmanni Manchester City. Daily Mail greinir frá.

Niko Kovac, knattspyrnustjóri Bayern, hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að fá Sané sem missti sæti sitt í byrjunarliði City undir lok síðasta tímabils.

Ef Bayern ætlar að fá Sané þarf félagið að greiða metverð fyrir hann og gera hann að einum af dýrustu leikmönnum allra tíma.

Ef City selur Sané græðir félagið vel á þýska landsliðsmanninum sem það keypti frá Schalke fyrir 37 milljónir punda 2016. Sané á tvö ár eftir af samningi sínum við City.

Bayern hefur keypt þrjá leikmenn í sumar; frönsku varnarmennina Benjamin Pavard og Lucas Hernandez og þýska framherjann Jann-Fiete Arp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×