Enski boltinn

Meistararnir spila í sérstökum afmælisbúningum á móti Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Silva í afmælisbúningnum.
David Silva í afmælisbúningnum. Mynd/Twitter/@ManCity
Tímabilið í enska fótboltanum hefst formlega um helgina þegar Englandsmeistarar Manchester City taka á móti Evrópumeisturum Liverpool á Wembley leikvanginum í leiknum um Samfélagsskjöldinn.

Leikurinn um samfélagskskjöldinn er árlegur leikur á milli ensku meistaranna og ensku bikarmeistaranna. Manchester City vann báða titlana á síðustu leiktíð en Liverpool varð í öðru sæti í deildinni og fær því að taka þátt í leiknum að þessu sinni.  





Manchester City er að halda upp á 125 ára afmæli félagsins á þessu tímabili og leikmenn liðsins munu þess vegna spila í sérstökum afmælisbúningnum í þessum leik eins og sjá má hér fyrir ofan og neðan.

Búningurinn er einfaldur og gamaldags en kemur nokkuð vel út. Stuðningsmenn félagsins fengu líka tækifæri til að kjósa um ákveðna hluti í hönnun búningsins.

Þeir fá líka tækifæri til að kaupa einn af 1894 sérmerktum og númeruðum afmælisbúningnum sem voru framleiddir við þetta tækifæri.

Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 14.00 á sunnudaginn kemur en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 13.45.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×