Aðeins fjögur lið í allri Evrópu hafa eytt meiri pening en Aston Villa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 15:45 Marvelous Nakamba er einn af nýju leikmönnum Aston Villa og er greinilega mjög sáttur með það. Félagið fékk hann frá Club Brugge í Belgíu. Getty/Neville Williams Nýliðar Aston Villa ætla að stimpla sig aftur inn í ensku úrvalsdeildina eftir þriggja ára fjarveru og það má sjá á eyðslu félagsins í sumarglugganum. Aston Villa hefur keypt nýja leikmenn fyrir 118 milljónir punda í sumar en alls eru tólf nýir leikmenn komnir til félagsins. Þetta gera 17,6 milljarða í íslenskum krónum sem er engin smáupphæð. Aston Villa spent more than £118m on 12 new players - only Real Madrid, Atletico Madrid, Barcelona and Juventus have paid out more this summer. But will it pay off? Judge for yourself https://t.co/v9Osnat6fP#avfc#bbcfootball#PremierLeaguepic.twitter.com/7ns9kozsg3 — BBC Sport (@BBCSport) August 2, 2019Staðan er sú að Aston Villa hefur eytt meiru en öll hin liðin í ensku úrvalsdeildinni og það eru aðeins fjögur lið í allri Evrópu hafa eytt meiri pening en Aston Villa. Liðin sem hafa eytt meira í nýja leikmenn í sumar eru spænsku liðin Real Madrid, Atletico Madrid og Barcelona sem og ítalska félagið Juventus. Nýir eigendur eru tilbúnir að dæla peningum inn í liðið og það kemur ekki til greina að detta aftur niður í b-deildina þar sem Aston Villa liðið hefur þurft að dúsa undanfarin þrjú tímabili. Aston Villa missti fjórtán af leikmönnum sem komu liðinu upp í fyrra og þar á meðal er markahæsti leikmaður liðsins, Tammy Abraham, sem var í láni frá Chelsea. Aston Villa þurfti því að taka til höndum á markaðnum og leikmenn hafa streymt inn. Villa hefur sett nýtt félagsmet í eyðslu og sló metið yfir dýrasta leikmann félagsins frá upphafi. Dýrasti leikmaður Aston Villa í sumar var brasilíski framherjinn Wesley sem Villa keypti fyrir 22 milljónir punda frá Club Brugge í júní. Aston Villa borgaði 20 milljónir punda fyrir miðvörðinn Tyrone Mings frá Bournemouth og 15 milljónir punda fyrir miðjumanninn Douglas Luiz frá Manchester City. Fimm aðrir leikmenn kostuðu Aston Villa meira en átta milljónir punda en það eru Ezri Konsa, miðvörður frá Southampton, Matt Targett, bakvörður frá Southampton, Björn Engels miðvörður frá Stade de Reims, Trézéguet, vængmaður frá Kasimpaa og loks Tom Heaton, markvörður frá Burnley. Breska ríkisútvarpið fór yfir eyðslu Aston Villa og hvaða leikmenn félagið var að kaupa í sumar. Það má sjá þessa samantekt hér. https://t.co/R3iKIxkF9L Great listen and insight into Villa #AVFC — The AVFC Faithful (@AVFCFaithful_) August 1, 2019 Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Nýliðar Aston Villa ætla að stimpla sig aftur inn í ensku úrvalsdeildina eftir þriggja ára fjarveru og það má sjá á eyðslu félagsins í sumarglugganum. Aston Villa hefur keypt nýja leikmenn fyrir 118 milljónir punda í sumar en alls eru tólf nýir leikmenn komnir til félagsins. Þetta gera 17,6 milljarða í íslenskum krónum sem er engin smáupphæð. Aston Villa spent more than £118m on 12 new players - only Real Madrid, Atletico Madrid, Barcelona and Juventus have paid out more this summer. But will it pay off? Judge for yourself https://t.co/v9Osnat6fP#avfc#bbcfootball#PremierLeaguepic.twitter.com/7ns9kozsg3 — BBC Sport (@BBCSport) August 2, 2019Staðan er sú að Aston Villa hefur eytt meiru en öll hin liðin í ensku úrvalsdeildinni og það eru aðeins fjögur lið í allri Evrópu hafa eytt meiri pening en Aston Villa. Liðin sem hafa eytt meira í nýja leikmenn í sumar eru spænsku liðin Real Madrid, Atletico Madrid og Barcelona sem og ítalska félagið Juventus. Nýir eigendur eru tilbúnir að dæla peningum inn í liðið og það kemur ekki til greina að detta aftur niður í b-deildina þar sem Aston Villa liðið hefur þurft að dúsa undanfarin þrjú tímabili. Aston Villa missti fjórtán af leikmönnum sem komu liðinu upp í fyrra og þar á meðal er markahæsti leikmaður liðsins, Tammy Abraham, sem var í láni frá Chelsea. Aston Villa þurfti því að taka til höndum á markaðnum og leikmenn hafa streymt inn. Villa hefur sett nýtt félagsmet í eyðslu og sló metið yfir dýrasta leikmann félagsins frá upphafi. Dýrasti leikmaður Aston Villa í sumar var brasilíski framherjinn Wesley sem Villa keypti fyrir 22 milljónir punda frá Club Brugge í júní. Aston Villa borgaði 20 milljónir punda fyrir miðvörðinn Tyrone Mings frá Bournemouth og 15 milljónir punda fyrir miðjumanninn Douglas Luiz frá Manchester City. Fimm aðrir leikmenn kostuðu Aston Villa meira en átta milljónir punda en það eru Ezri Konsa, miðvörður frá Southampton, Matt Targett, bakvörður frá Southampton, Björn Engels miðvörður frá Stade de Reims, Trézéguet, vængmaður frá Kasimpaa og loks Tom Heaton, markvörður frá Burnley. Breska ríkisútvarpið fór yfir eyðslu Aston Villa og hvaða leikmenn félagið var að kaupa í sumar. Það má sjá þessa samantekt hér. https://t.co/R3iKIxkF9L Great listen and insight into Villa #AVFC — The AVFC Faithful (@AVFCFaithful_) August 1, 2019
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira