Jürgen Klopp lærði ensku með því að horfa á Friends-þættina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2019 13:00 Jürgen Klopp og vinirnir fimm í Friends þáttunum. Samsett/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var aldrei í vandræðum með enskuna þegar hann mætti á svæðið sem nýr knattspyrnustjóri Liverpool í október 2015. Nú vitum við hverjum við getum þakkað það. Jürgen Klopp viðurkenndi það í viðtali við Juliette Ferrington á BBC 5 Live að hann hafi notað bandarísku gamnaþáttaröðina Friends til að læra enskuna svona vel. Friends var einn allra vinsælasti sjónvarpsþátturinn á árunum 1994 til 2004 og vinirnir fimm eru hluti af mótunarárum heillar kynslóðar, bæði í Bandaríkjunum sem og í Evrópu. Nú hafa þeir öðlast vinsældir hjá nýjum kynslóðum í gegnum Netflix og aðrar veitur.Klopp used the programme FRIENDS to learn English. It's got us thinking... Can you think of any managers who look like characters from the TV? #bbcfootball Get Involved https://t.co/ksErI0nVhHpic.twitter.com/vLdyWMJxtu — BBC Sport (@BBCSport) August 7, 2019Jürgen Klopp var meðal annars spurður út í karakterinn Joey Tribiani sem Matt LeBlanc lék á ógleymanlegan hátt í þáttunum. Klopp sagðist vera gáfaðri en Joey en ekki eins tungumjúkur. „Ég lærði ensku með því að horfa á Friends þættina af því að það var auðvelt að skilja þá,“ sagði Jürgen Klopp í viðtalinu. „Þú reynir síðan að horfa á kvikmyndir, því það er næst á dagskrá hjá þér. Í kvikmyndum eru notaðar mállýskur og þar er enskan ekki eins skýr. Ruslatal og allir þessir hlutir sem þú þarft að fylgjast með,“ sagði Klopp. „Það er auðveldast fyrir Þjóðverja að hlusta á enskuna í Friends. Þar eru auðveld samtöl. Þú skilur næstum því hvert orð strax og þess vegna er það góð leið fyrir okkur til að læra enskuna,“ sagði Klopp. En hverjum líkist Klopp mest í þáttunum. „Nei, nei, nei nei. Ég er hrifnari af stelpunum en strákunum. Ég get samt ekki leikið stelpu. Það er þá helst Joey, því miður. Ég er aðeins klárari en Joey en mér gekk ekki eins vel að tala við stelpurnar og hann,“ sagði Klopp og hermdi svo eftir Joey Tribiani. „How you doing?,“ sagi Klopp léttur og bætti við: „Þetta var augljóslega ekki svona auðvelt fyrir mig í mínu lífi,“ sagði Klopp eins og sjá má hér fyrir neðan."How you doin'?" Jurgen Klopp reveals he learnt English watching... Friends! Listen to a the Football Daily podcast with #LFC's Jurgen Klopp and Andy Robertson : https://t.co/7xk2lX6J5Mpic.twitter.com/efpaHKGG7b — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) August 7, 2019 Enski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var aldrei í vandræðum með enskuna þegar hann mætti á svæðið sem nýr knattspyrnustjóri Liverpool í október 2015. Nú vitum við hverjum við getum þakkað það. Jürgen Klopp viðurkenndi það í viðtali við Juliette Ferrington á BBC 5 Live að hann hafi notað bandarísku gamnaþáttaröðina Friends til að læra enskuna svona vel. Friends var einn allra vinsælasti sjónvarpsþátturinn á árunum 1994 til 2004 og vinirnir fimm eru hluti af mótunarárum heillar kynslóðar, bæði í Bandaríkjunum sem og í Evrópu. Nú hafa þeir öðlast vinsældir hjá nýjum kynslóðum í gegnum Netflix og aðrar veitur.Klopp used the programme FRIENDS to learn English. It's got us thinking... Can you think of any managers who look like characters from the TV? #bbcfootball Get Involved https://t.co/ksErI0nVhHpic.twitter.com/vLdyWMJxtu — BBC Sport (@BBCSport) August 7, 2019Jürgen Klopp var meðal annars spurður út í karakterinn Joey Tribiani sem Matt LeBlanc lék á ógleymanlegan hátt í þáttunum. Klopp sagðist vera gáfaðri en Joey en ekki eins tungumjúkur. „Ég lærði ensku með því að horfa á Friends þættina af því að það var auðvelt að skilja þá,“ sagði Jürgen Klopp í viðtalinu. „Þú reynir síðan að horfa á kvikmyndir, því það er næst á dagskrá hjá þér. Í kvikmyndum eru notaðar mállýskur og þar er enskan ekki eins skýr. Ruslatal og allir þessir hlutir sem þú þarft að fylgjast með,“ sagði Klopp. „Það er auðveldast fyrir Þjóðverja að hlusta á enskuna í Friends. Þar eru auðveld samtöl. Þú skilur næstum því hvert orð strax og þess vegna er það góð leið fyrir okkur til að læra enskuna,“ sagði Klopp. En hverjum líkist Klopp mest í þáttunum. „Nei, nei, nei nei. Ég er hrifnari af stelpunum en strákunum. Ég get samt ekki leikið stelpu. Það er þá helst Joey, því miður. Ég er aðeins klárari en Joey en mér gekk ekki eins vel að tala við stelpurnar og hann,“ sagði Klopp og hermdi svo eftir Joey Tribiani. „How you doing?,“ sagi Klopp léttur og bætti við: „Þetta var augljóslega ekki svona auðvelt fyrir mig í mínu lífi,“ sagði Klopp eins og sjá má hér fyrir neðan."How you doin'?" Jurgen Klopp reveals he learnt English watching... Friends! Listen to a the Football Daily podcast with #LFC's Jurgen Klopp and Andy Robertson : https://t.co/7xk2lX6J5Mpic.twitter.com/efpaHKGG7b — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) August 7, 2019
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira